Eplakökur detta aldrei úr tísku og hér er ein ofureinföld uppskrift til að hjálpa ykkur í gegnum köldustu vetrarkvöldin.
Epli – Hráefni:
6 epli, skorin í sneiðar
1/4 bolli púðursykur
2 tsk. kanill
1/2 tsk. salt
safi úr 1/2 sítrónu
Kaka – Hráefni:
2 bollar hveiti
1/2 bolli sykur
2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
115 smjör, kalt, skorið í teninga
1/2 bolli rjómi
1 stórt egg, þeytt
1 egg hrært saman við 1 msk. mjólk
sykur, til að strá yfir
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Blandið eplum, púðursykri, kanil, salti og sítrónusafa saman í skál og leyfið þessu að hvíla í korter. Blandið hveiti, sykri, lyftidufti og salti saman í annarri skál. Vinnið smjörið saman við hveitiblönduna þar til hún lítur út eins og mulningur. Hrærið síðan rjóma og eggi saman við. Hellið eplunum í stórt, eldfast mót og dreifið mulningnum yfir. Penslið með eggja- og mjólkurblöndunni og stráið sykri yfir. Bakið í um 1 klukkustund. Leyfið kökunni að kólna í um 10 mínútur áður en hún er borin fram.