fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Seðillinn sem reynir að gera öllum til geðs: Ketó pasta, vegan súpa og bökuð lúða

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 13:30

Matseðill vikunnar er mættur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn á ný er komin glæný vika sem þýðir að margir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að hafa í matinn. Hér eru nokkrar uppástungur og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Mánudagur – Bökuð lúða

Uppskrift af The Cozy Apron

Hráefni:

2 hvítlauksgeirar, maukaðir í hvítlaukspressu
1 tsk. Dijon sinnep
1 tsk. sítrónusafi
½ tsk. sítrónubörkur, rifinn
1/8 paprikukrydd
salt og pipar
2 msk. ólífuolía
4 lúðuflök
ferskt dill
sítrónusneiðar, til að bera fram með

Aðferð:

Hitið ofninn í 230°C og setjið ál- eða smjörpappír á ofnplötu. Blandið hvítlauk, sinnepi, sítrónusafa, berki, paprikukryddi, salti og pipar saman í skál. Bætið síðan olíunni saman við og blandið vel. Raðið lúðuflökunum á ofnplötuna og penslið með olíumarineringunni. Leyfið þeim að draga í sig marineringuna í nokkrar mínútur. Bakið í 10 mínútur. Stillið síðan á grillstillinguna og grillið í 2 til 3 mínútur. Stráið fersku dilli yfir fiskinn og berið fram með sítrónusneiðunum og meðlæti að eigin vali.

Bökuð lúða.

Þriðjudagur – Ketó pasta

Uppskrift af Happy Body Formula

Kúrbítsnúðlur – Hráefni:

1 kg kúrbítur
1 msk. salt
1 msk. ólífuolía
2 hvítlauksgeirar
¼ tsk. kúmen
¼ tsk. pipar

Kjúklingur – Hráefni:

4 kjúklingabringur
1 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
½ tsk. pipar

Önnur hráefni:

2 skalottlaukar
7–10 fersk myntulauf
¼ bolli pistasíuhnetur, saxaðar
1 msk. sítrónusafi

Aðferð:

Notið svokallaðan „spiralizer“ til að búa til núðlur úr kúrbítnum. Setjið núðlurnar í skál og blandið salti saman við. Skerið kjúklinginn í lengjur. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Stráið salti og pipar yfir kjúklinginn og steikið í 2 til 3 mínútur. Snúið lengjunum við og steikið í 2 til 3 mínútur til viðbótar. Hrærið reglulega í kjúklingnum þar til hann er eldaður í gegn. Setjið hann síðan á disk og hyljið með álpappír. Skerið laukinn þunnt og saxið myntulaufin. Blandið þessu saman við hneturnar og sítrónusafann. Síðan klárum við núðlurnar. Setjið olíu í litla skál, maukið hvítlaukinn og bætið honu msaman við olíuna. Bætið kúmeni og pipar saman við. Setjið núðlurnar í hreint viskastykki og kreistið vökva úr þeim. Setjið núðlurnar í pönnuna sem þið steiktuð kjúklinginn í og hitið í 2 til 3 mínútur yfir meðalhita. Ýtið núðlunum á eina hlið pönnunar og lækkið hitann. Bætið hvítlauksolíunni út í og hitið í 20 sekúndur. Hrærið stanslaust í olíunni. Blandið henni síðan saman við núðlurnar. Slökkvið á hitanum og bætið kjúklingi og pistasíublöndunni saman við. Hrærið vel og berið strax fram.

Ketó pasta.

Miðvikudagur – Vegan tómatsúpa

Uppskrift af Veggie desserts

Hráefni:

1 msk. olía
1 laukur, saxaður
2 msk. hveiti
750 g ferskir tómatar, grófsaxaðir
500 ml grænmetissoð
2 msk. tómatpúrra

Aðferð:

Hitið olíu í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk út í og eldið í 4 mínútur. Blandið hveitinu saman við og hrærið. Bætið tómötum, soði og púrru saman við og náið upp suðu í blöndunni. Lækkið hitann og látið malla í 10 mínútur. Maukið með töfrasprota. Berið strax fram, jafnvel með ferskum kryddjurtum og fræjum.

Vegan tómatsúpa.

Fimmtudagur – Taco pottréttur

Uppskrift af Delish

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
½ laukur, saxaður
1 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
450 g nautahakk
1 msk. taco krydd
salt og pipar
1 dós svartar baunir
2 bollar kirsuberjatómatar
1 bolli gular baunir
12 tortilla-kökur
2 bollar rifinn ostur
1 bolli rifinn cheddar ostur
1 bolli mulið nachos-snakk
2 vorlaukar, skornir smátt
sýrður rjómi

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Hitið olíuna í stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið laukinn í um 5 mínútur. Bætið hvítlauk við og steikið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið hakki saman við og eldið þar til það er ekki lengur bleikt, eða í um 6 mínútur. Hellið fitunni af. Hrærið taco kryddi saman við sem og salti og pipar. Bætið svörtu baununum saman við, en haldið eftir sirka ¼ af bolla. Bætið 1 ½ bolli af tómötum saman við sem og gulum baunum. Dreifið smá af hakkblöndunni í botninn á eldföstu móti og raðið síðan tortilla-kökum ofan á. Hellið síðan 1/3 af osti, 1/3 af hakkblöndunni ofan á og raðið tortilla-kökum ofan á. Endurtakið þar til allt er búið og skreytið toppinn með muldu snakki, osti og baunum. Bakið í um 20 til 25 mínútur og skreyið með tómötum, baunum og vorlauk. Berið fram með sýrðum rjóma.

Taco pottréttur.

Föstudagur – Nautakjöt með sesam og engiferi

Uppskrift af Delish

Hráefni:

450 g „skirt“ steik
salt og pipar
3 msk. maíssterkja
1 tsk. + 1 msk. grænmetisolía
450 g grænar baunir
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1–2 msk. engifer, rifið
¼ bolli sojasósa
1 msk. hrísgrjónaedik
3 msk. sykur
2 vorlaukar, saxaðir
1 msk. sesamfræ

Aðferð:

Setjið kjöt í stóra skál og saltið og piprið. Blandið maíssterkju saman við og setjið til hliðar. Hitið 1 matskeið af olíu í stórri pönnu yfir meðalhita og eldið baunirnar í 1 mínútu. Bætið 2 matskeiðum af vatni saman við og setjið lok á pönnuna. Gufusjóðið í 1 mínútu. Setjið baunirnar á disk og hellið vatni af þeim. Hækkið hitann og hitið restina af olíunni. Bætið kjötinu út í og steikið í 2 til 3 mínútur. Lækkið hitann og bætið hvítlauk, engiferi, sojasósu, ediki og sykur saman við. Hrærið vel og bætið baununum, vorlauk og sesamfræjum saman við. Berið strax fram.

Nautakjöt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb