Í gær gáfum við uppskrift að radísusnakki, en nú er komið að blómkáli að vera í aðalhlutverki. Þessar flögur eru afar gómsætar og einstaklega einfaldar.
Hráefni:
2 bollar smátt saxað blómkál sem minnir á hrísgrjón
1 1/2 bolli rifinn parmesan ostur
krydd að eigin vali
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Setjið blómkálið í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið það í 1 mínútu. Hrærið í blómkálinu og hitið í 1 mínútu til viðbótar. Pakkið blómkálinu í hreint viskastykki eða tusku og kreistið eins mikinn vökva úr því og hægt er. Setjið blómkálið aftur í skál. Bætið parmesan og kryddi saman við og hrærið. Setjið um það bil 1 matskeið af blómkálinu í einu á pönuna og dreifið úr því með skeið. Hafið smá bil á milli blómkálshringjanna. Bakið í 12 mínútur og leyfið flögunum að kólna alveg áður en þær eru bornar fram.