Þessi kjúklingaréttur er innblásinn af kokteilnum Mojito og er einstaklega safaríkur og frískandi. Svo er rétturinn líka mjög einfaldur sem skemmir ekki fyrir.
Hráefni:
1 rautt greipaldin
1 súraldin
¼ bolli ólífuolía
2 msk. ferskur kóríander, saxaður
2 msk. fersk mynta, söxuð
salt og pipar
680 g kjúklingur
2 msk. rauðlaukur, saxaður
Aðferð:
Takið hýði af greip- og súraldin og kreistið safann úr í stóra skál. Blandið helmingnum af olíunni, helmingnum af kóríander og helmingnum af myntunni saman við og kryddið með salti og pipar. Bætið kjúklingnum út í og blandið vel saman. Steikið kjúklinginn yfir meðalháum hita í um 8 til 10 mínútur, eða þar til hann er eldaður í gegn. Einnig er gott að grilla kjúklinginn. Á meðan búið þið til sósuna. Skerið kjötið úr greip- og súraldin í bita og blandið rauðlauk saman við sem og restinni af olíunni, kóríander og myntu. Kryddið með salti og pipar. Berið kjúklinginn fram með sósunni þegar hann er tilbúinn. Gott er að hafa hrísgrjón eða salat með.