Þessi réttur er einstaklega einfaldur en stútfullur af hollustu og fallegur á litinn. Fullkominn helgarmatur.
Hráefni:
1 msk. ólífuolía
500 g kjúklingabringur
salt og pipar
1/4 bolli balsamic edik
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 pakki kirsuberjatómatar, skornir í helminga
2 msk. fersk basil, saxað
4 sneiðar mozzarella ostur
Aðferð:
Hitið olíuna í stórri pönnu yfir meðalhita. Saltið og piprið kjúklinginn og eldið í um 6 mínútur á hvorri hlið. Færið á disk og setjið til hliðar. Setjið balsamic edik í pönnuna og síðan hvítlauk. Eldið í um 1 mínútu. Bætið tómötum saman við og saltið. Látið malla í 5 til 7 mínútur. Blandið basil saman við. Setjið kjúklinginn í pönnuna, toppið með mozzarella og setjið lokið á pönnuna. Látið malla þar til osturinn hefur bráðnað.