fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Matur

Elskar þú Doritos? Þá er þetta kvöldmaturinn fyrir þig

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 18:30

Frekar girnilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi kvöldmatur er frekar óhefðbundinn en mun örugglega slá í gegn. Einfalt, fljótlegt og frábær huggunarmatur.

Doritos í poka

Hráefni:

2 msk. smjör
1 laukur, saxaður
1 sellerístilkur, smátt saxaður
salt og pipar
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 dós maukaðir tómatar
2 bollar rifinn kjúklingur
¼ bolli buffalo-sósa
4 pokar Doritos með Cool Ranch-bragði
½ bolli rifinn cheddar ostur

Aðferð:

Bræðið smjör í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk og sellerí út í og kryddið með salti og pipar. Steikið þar til grænmetið er mjúkt. Bætið hvítlaukskryddi, tómötum, kjúklingi og sósu saman við og látið malla í 10 mínútur. Skerið op á hvern Doritos-poka og deilið kjúklingablöndunni í hvern poka á meðan blandan er heit. Toppið með cheddar osti, bíðið eftir því að hann bráðni og berið strax fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna