Þessi kjötkássa, eða chili con carne, er fullkomin á köldum vetrarkvöldum. Ekki skemmir fyrir hve einfalt er að matreiða þennan dýrindis kvöldmat.
Hráefni:
1 msk. ólífuolía
½ laukur, saxaður
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. tómatpúrra
700 g nautahakk
1½ msk. chili krydd
1 tsk. kúmen
1 tsk. þurrkað oreganó
½ tsk. paprikukrydd
¼ tsk. cayenne pipar
salt og pipar
425 g nýrnabaunir, án safa
800 g maukaðir tómatar í dós
cheddar ostur, rifinn
sýrður rjómi
vorlaukur, smátt skorinn
Aðferð:
Hitið olíuna í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk út í og eldið í 5 mínútur. Bætið hvítlauk við og steikið í eina mínútu til viðbótar. Bætið púrru við og hrærið og bætið síðan hakki út í og eldið þar til kjötið er ekki bleikt lengur. Hellið fitunni af og setjið aftur á helluna. Bætið chili kryddi, kúmeni, oreganó, paprikukryddi, cayenne pipar, salti og pipar saman við og því næst nýrnabaununum og tómötunum. Náið upp suðu og lækkið svo hitann. Látið malla í 20 mínútur. Kryddið meira ef þarf. Setjið í skálar og toppið með cheddar osti, sýrðum rjóma og vorlauk.