fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Matur

Ketó-brauð sem tekur bara eina mínútu að baka – Uppskrift

Ketóhornið
Þriðjudaginn 17. september 2019 13:30

Halla í Ketóhorninu elskar mínútubrauðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta ketó-brauð gerist ekki mikið einfaldara, en ég kalla það mínútubrauð. Þetta minnig mig á nýbakað normal brauð, án gríns. Þetta er líka geggjað grillað með skinku og osti. Hver elskar ekki nýbakað normalbrauð með smjöri og osti?

Mínútubrauð

Hráefni:

2 msk. möndlumjöl
1 msk. sólblómamjöl
1 tsk. husk
½ tsk. lyftiduft
smá salt
1 egg
1 msk. brætt smjör

Deigið er sett í box og svo inn í örbylgjuofn.

Aðferð:

Hræra mjöli, husk, lyftidufti og salti saman. Bæta svo eggi og smjöri saman við. Síðan fer þetta inn í örbylgjuofn í eina mínútu og voila! Gerist ekki einfaldar. Sólblómamjölið fæst bara í Systur og makar.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum