Taco er einstaklega þægilegur matur sem hentar ungum sem öldnum. Þessa taco-uppskrift fundum við á matarvefnum Delish og er þessi réttur hreint út sagt gómsætur. Hann hentar hins vegar ekki fyrir yngstu kynslóðina nema með nokkrum breytingum.
Rækjur – Hráefni:
3 msk. sojasósa
2 msk. ljós púðursykur
2 msk. viskí
1 msk. sinnep
1 tsk. cajun krydd
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
½ tsk. ferskt timjan
chili flögur
55 g smjör
450 g risarækjur
2 vorlaukur, saxaður
4 tortilla pönnukökur
Hrásalat – Hráefni:
2 msk. ólífuolía
1 msk. nýkreistur læmsafi
½ bolli rifið rauðkál
½ bolli rifið hvítkál
¼ bolli rifnar gulrætur
¼ bolli fersk kóríander, saxað
¼ rauðlaukur, skorinn þunnt
1 laukur, saxaður
salt
Aðferð:
Blandið sojasósu, púðursykri, viskíi, sinnepi, cajun kryddi, hvítlauk, timjan og chili flögum saman í skál. Hitið 2 matskeiðar af smjöri á pönnu yfir meðalhita. Bætið rækjunum út í og eldið í um 3 mínútur. Bætið 2 matskeiðum af smjöri saman við og hellið sojasósublöndunni í pönnuna. Eldið þar til sósan hylur rækjurnar og hún hefur þykknað, eða í um 2 mínútur. Takið af hitanum og bætið vorlauknum saman við. Blandið ólífuolíu og læmsafa saman í skál og bætið rauðkáli, hvítkáli, gulrótum, kóríander, rauðlauk og lauk saman við. Blandið vel saman og saltið. Berið rækjurnar fram í tortilla kökum með hrásalatinu.