Leikkonan og athafnakonan María Birta hefur verið vegan síðastliðin fimm ár.
„Allt kjöt og mjólkurvörur duttu út fyrir meira en tíu árum. Svo hætti ég að borða túnfisk, svo kjúkling, svo allan fisk og skelfisk og svo vildi ég ekki egg. Og þá var ég bara „óvart“ orðin vegan,“ segir María Birta við DV.
Hún segir ástæðuna fyrir því að hún sé vegan í nýrri Instagram-færslu.
„Ég er vegan vegna þess að fara að sofa hvert einasta kvöld, vitandi að ég tók ekki þátt í þjáningu annarra lifandi vera, lætur sál mína skína. Þú ættir að prófa það einhvern tíma, það er mun auðveldara en þú heldur.“
https://www.instagram.com/p/B1WZSHjga12/
María Birta kom í viðtal við DV nýlega og ræddi um leiklistarferillinn, #MeToo-byltinguna, Tarantino-ævintýrið, fríköfun og margt annað. Þú getur lesið viðtalið í heild sinni hér.