Þó það geti verið gaman að dunda sér í eldhúsinu er maður kannski ekki alltaf til í það. Hér er á ferð einstaklega einföld uppskrift af vefnum Delish sem má nota sem kvöldmat eða meðlæti með einhverju öðru.
Hráefni:
1 msk. ólífuolía
340 g nautahakk
1 meðalstór laukur, saxaður
1 pakki taco kryddblanda
4 stórir tómatar
½ bolli rifinn ostur að eigin vali
½ bolli rifið iceberg-kál
¼ bolli sýrður rjómi
Aðferð:
Hitið olíuna í pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk saman við og eldið í um fimm mínútur, eða þar til laukurinn er mjúkur. Bætið hakki og taco kryddblöndu saman við og eldið þar til kjötið er ekki lengur bleikt, eða í um 8 mínútur. Snúið tómötunum þannig að toppurinn á þeim (þar sem tómaturinn hefur verið fastur við stilkinn) snúi niður. Skerið varlega í tómatinn til að búa til 6 báta en passið að skera ekki alveg í gegn. Takið bátana síðan varlega í sundur. Deilið hakkblöndunni á milli tómatanna og toppið með osti, káli og sýrðum rjóma áður en þeir eru bornir fram.