fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Matur

Humarlokan sem enginn getur staðist – Þessa uppskrift viltu geyma

Fókus
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 19:00

Nömm! Mynd: Delish

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur líklegast ekki farið framhjá lesendum matarvefsins að við erum mjög hrifin af uppskriftavefnum Delish. Þessa uppskrift að humarlokum er að finna þar, en þessi réttur er gjörsamlega ómótstæðilegur.

Humarloka

Hráefni:

340 g humarhalar, hreinsaðir, soðnir og skornir í bita
55 g smjör
4 pylsubrauð
2 msk. ferskur graslaukur, saxaður
salt og pipar
sítrónubátar, til að bera fram með

Aðferð:

Bræðið 2 matskeiðar af smjöri og penslið allar hliðar pylsubrauðanna. Hitið pönnu yfir meðalhita og setjið brauðin á hana með opnu hliðinni niður. Steikið í 1 til 2 mínútur. Takið brauðin af pönnunni og setjið restina af smjörinu á hana. Lækkið hitann. Hitið humarinn í nokkrar mínútur á meðan þið hrærið vel í þannig að humarinn verði þakinn af smjöri. Saltið og piprið. Fyllið brauðin með humrinum og skreytið með graslauk. Berið fram með sítrónubátum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna