fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Matur

Ketó fiskrétturinn sem ærir matargesti: „Það er slegist um þetta“

Ketóhornið
Mánudaginn 29. júlí 2019 15:00

Halla er snillingur í eldhúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég reyni oftast að byrja vikuna á fiski, en þessar fiskirúllettur slá alltaf í gegn á heimilinu. Það verður uppi fótur og fit þegar ég bý þetta til og allir mæta í mat – tengdadæturnar setja sig í stellingar og það er slegist um fiskirúlletturnar.

Fallega gylltar rúllettur.

Fiskirúllettur

Hráefni:

1 kg af ýsu/þorski, soðinn og kældur áður en rúllettugerðin hefst
150 g rjómaostur
2 tsk. bleikt salt
1/2 tsk. svartur pipar
1/4 tsk. múskat eða 1 tsk. karrý

Raspur

2 hlutar sesamfræ á móti 1 hluta sesammjöli
það gefur extra gott bragð að nota næringarger í raspinn líka og þá myndi ég nota 1/4 hluta á móti hinu

Fyrir steikingu.

Aðferð:

Fisk, rjómaosti, salti, pipar og múskati skellt í hrærivél og hrært í mótanlegt deig. Rúlletturnar mótaðar út deiginu og þeim velt upp úr raspinu. Steikt á pönnu með góðri slummu af smjöri og bragðlausri kókosolíu þar til rúlletturnar verða fallega gylltar.

Þetta ber ég svo fram með góðu ketómeðlæti, eins og til dæmis smjörsteiktu blómkáli og hrásalati. Þetta er einmitt gömul uppskrift frá mömmu sem var í miklu uppáhaldi hjá mér sem barni – þess vegna ákvað ég að gera hana ketóvæna. Ekta mánudagsmatur, ekki satt?

Fullkomið á mánudegi.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn