fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Æðisleg ostakaka

Íris Hauksdóttir
Mánudaginn 22. júlí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Botn
350 g digestive kexkökur
2 msk. sykur
90 g smjör

Setjið kexkökur, sykur og brætt smjör í matvinnsluvél og hellið síðan blöndunni í smelluform. Setjið botninn inn í kæli á meðan fyllingin er útbúin.

Ostakökufylling
900 g hreinn rjómaostur, við stofuhita
170 g sykur
250 g sýrður rjómi
2 egg
2 tsk. vanilludropar eða sykur
Fræin úr einni vanillustöng
1 msk. Hveiti

Hitið ofninn í 200°C. Þeytið rjómaost og sykur saman þar til osturinn verður léttur og mjúkur, bætið sýrða rjómanum saman við og þeytið vel. Sigtið því næst hveitinu út í og bætið eggjum, vanillu og fræjum úr vanillustöng saman við og hrærið vel saman. Hellið fyllingu yfir kexbotninn og vefjið tvöföldu lagi af álpappír meðfram forminu, ekki hafa álpappírinn of þétt við formið. Með þessu þá ætti kakan ekki að springa en bakaðar ostakökur eru svolítið viðkvæmar. Bakið kökuna við 200°C í 45-50 mínútur. Fylgist vel með en þegar kakan er gullinbrún þá er hún tilbúin. Leyfið kökunni að kólna í ofninum í ca. Klukkstund. Kakan er mjög blaut og svolítið hlaupkennd en þannig á hún að vera. Það þarf að kæla kökuna alveg áður en hún er borin fram í 3-4 klst í kæli, best yfir nótt. Berið kökuna fram með saltaðri karamellusósu.

Söltuð karamellusósa

200 g sykur
2 msk. smjör
½ – 1 dl rjómi
½ tsk. sjávarsalt

Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið hellið henni yfir kökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Matur
Fyrir 2 dögum
Æðisleg ostakaka

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb