Það eru margir á hinu svokallaða ketó mataræði. Það vill hins vegar oft gerast þegar að fólk tileinkar sér nýjar venjur að matseðillinn verður heldur einhæfur. Þetta ketó salat er því æðislegt uppbrot á hefðbundnum ketó matseðli, en uppskriftin er fengin af síðunni Delish.
Hráefni:
3 brokkolíhausar, skornir í litla bita
2 gulrætur, rifnar
½ rauðlaukur, þunnt skorinn
½ bolli þurrkuð trönuber
½ bolli möndlur, saxaðar
6 beikonsneiðar, eldaðar og muldar
salt og pipar
½ bolli mæjónes
3 msk. eplaedik
Aðferð:
Setjið fjóra bolla af vatni í pott og náið upp suðu. Saltið vatnið. Setjið vatn með ísmolum í stóra skál. Setjið brokkolí í sjóðandi vatnið og sjóðið í 1 til 2 mínútur. Takið úr pottinum og setjið í ísvatnið. Þegar að brokkolíið hefur kólnað er vatninu hellt af því. Blandið brokkolí, gulrótum, rauðlauk, trönuberjum, möndlum og beikoni saman í skál. Blandið mæjónesi og ediki saman í lítilli skál og saltið og piprið. Hellið mæjónesblöndunni yfir salatið og blandið vel saman. Njótið!