fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Matur

Kjötlaus mánudagur – Sjáið uppskriftirnar

Íris Hauksdóttir
Mánudaginn 15. júlí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upphafi nýrrar vinnuviku er upplagt að huga að heilsunni. Kjötlaus mánudagur, eða “meatless monday” nýtur víða vinsælda en hér fyrir neðan má finna nokkrar einfaldar og fljótlegar uppskriftir sem eiga það sameiginlegt að innihalda engar kjötafurðir.

Eggaldin með suðrænni sveiflu

2 stór eggaldin
2 tsk. ólífuolía
Kirsuberjatómatar
Mozzarella ostur
Ferskur basil, smátt skorinn
Balsamik gljái
Rauðar piparflögur
Salt
Pipar

Skerið eggaldin í ½ cm langar sneiðar. Penslið með olíu og kryddið eftir smekk. Steikið sneiðarnar á heitri pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær eru mjúkar í gegn. Raðið tómötum, osti og basil yfir og toppið með basil gljáa og piparflögum.

Avokató rist með rauðrófu hummus

1 krukka kjúklingabaunir
2 tsk. olífuolía
2 hvítlauksgeirar
1 tsk. sítrónusafi
1-2 soðnar rauðrófur
¼ tsk. salt

Öllum hráefnum maukað saman og hummusinn er tilbúinn. Raðið fjórum sneiðum af súrdeigsbrauði á disk og smyrjið hummusnum yfir. Skerið tvö avakató í sneiðar og raðið yfir brauðsneiðarnar. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Krassandi kúrbítur

6 meðalstórir kúrbítar
1 dós maísbaunir
1 dós svartar baunir
½ laukur
½ askja sveppir
4 tsk. graslaukur
¾ tsk. timían
½ tsk. svartur pipar
Cheddar ostur eftir smekk

Skerið kúrbítinn í tvennt og sjóðið í tíu mínútur. Þerrið kúrbítinn vel og raðið á ofnplötu. Fínsaxið lauk, sveppi og graslauk. Blandið hráefnunum saman og raðið á kúrbítinn. Dreifið ostinum yfir og bakið við 180 gráður í tuttugu mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb