fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Matur

Sex réttir sem sanna að það er ekki leiðinlegt að vera vegan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk heyrir vegan ímynda sér margir máltíðir sem samanstanda mestmegnis af káli eða furðulega og bragðlausa baunarétti. Hins vegar er það alls ekki raunin.

DV ákvað að taka saman nokkra rétti sem sýna að það er svo sannarlega ekki leiðinlegt að vera vegan.

Vegan hamborgari með bjórsteiktum lauk og hamborgarasósu

Veganistur eru klárlega með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera gómsætar vegan uppskriftir sem auðvelt er að fara eftir. Nýjasta uppskrift þeirra gefur okkur vatn í munninn. Þetta er fullkomið á grillið í sumar.

Hér getur þú nálgast uppskriftina.

Vegan ostborgara pítsa

Lauren hjá Hot For Food er sérfræðingur í að gera bilaðslega gómsætar uppskriftir. Hún hefur gefið út uppskriftarbók og heldur úti samnefndri uppskriftarsíðu og YouTube síðu, Hot For Food.

Hér getur þú nálgast uppskriftina.

Vegan saltkaramellu snúðar með dökku súkkulaði

Við bara verðum að hafa aðra uppskrift frá Hot For Food.

Hér getur þú nálgast uppskriftina.

Fylltur „ekki kalkúnn“

Avant Garde Vegan er með YouTube-síðu og bloggsíðu þar sem hann gerir alveg trylltan vegan mat. Það er mjög erfitt að velja bara eina uppskrift frá honum, en þessi „ekki kalkúnn“ er aðeins of girnilegur.

Hér getur þú nálgast uppskriftina.

Kentucky Fried Chick’n borgari

Þú verður að prófa eitthvað af uppskriftunum frá Avant Garde Vegan. Verður! Eins og þennan rosalega borgara.

Hér getur þú nálgast uppskriftina. 

Frosin ostakaka með Oreo botni

Við ætlum að enda þetta á ljúffengum eftirrétt frá Veganistum. Í þennan rétt þarf aðeins sjö hráefni!

Hér getur þú nálgast uppskriftina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma