Þetta er mín ketó útgáfa af hinu klassíska kókos Maryland kexi. Þetta er mitt uppáhalds.
Hráefni:
1 egg
1/3–½ bolli gullin sæta
1/3 bolli kókosolía, brædd
1 tsk. vanilludropar
1 bolli möndlumjöl
½ bolli kókosmjöl
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. bleikt salt
½ bolli sykurlaust súkkulaði
Aðferð:
Hita ofninn í 170°C. Hræra saman sykur og egg, blanda svo kókosolíu og vanilludropum saman við. Henda svo öllu klappinu saman við, súkkulaði síðast. Svo er gott að kæla deigið áður en búnar eru til litlar kúlur úr því og bakað í 10 til 12 mínútur.