Það er fátt betra en góð sulta, en þessi einfalda hindberjasulta passar með nánast hverju sem er.
Hráefni:
4 bollar hindber
1 bolli sykur
1 msk sítrónusafi
Aðferð:
Setjið öll hráefni í meðalstóran pott og hrærið saman. Setjið pottinn á hellu yfir meðalhita og hrærið reglulega í blöndunni þar til suða kemur upp. Lækkið hitann og látið blönduna malla í 12 til 15 mínútur, en munið að hræra reglulega í henni. Eftir 12 til 15 mínútur ætti sultan að vera búin að þykkna ansi vel. Þá er hún sett í glerílát og látin kólna alveg áður en plastfilma, eða lok, er sett yfir og hún geymd í ísskáp.