fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Rétturinn sem tryllir mannskapinn – Þessa uppskrift þarf að geyma

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. júní 2019 10:30

Dásemd á disk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komið sumar og sól í heiði skín, allavega í höfuðborginni. Þá er um að gera vel við sig í mat og drykk, en þessi rækju taco réttur er gjörsamlega óviðjafnanlegur. Uppskriftina að honum fundum við á vefnum Delish, sem er í sérstöku uppáhaldi.

Rækju taco

Hráefni:

450 g risarækjur, hreinsaðar
1½ msk. cajun krydd
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. ólífuolía
salt og pipar
1 msk. smjör
2 mangó, söxuð
2 avókadó, skorin í teninga
safi úr 1 súraldin
½ rauðlaukur, saxaður
1 jalapeño, saxaður
1 msk. ferskt kóríander, saxað
8 litlar tortilla pönnukökur
2 bollar kál, saxað

Aðferð:

Blandið rækjum saman við cajun krydd, hvítlauk og ólífuolíu. Saltið og piprið. Bræðið smjör í pönnu yfir meðalhita. Bætið rækjunum út í og eldið þar til þær verða bleikar, eða í um 2 mínútur á hvorri hlið. Búið til mangó salatið með því að blanda saman mangó, avókadó, súraldinsafa, rauðlauk, jalapeño og kóríander. Saltið. Takið til pönnukökurnar. Setjið kál á þær, svo rækjur og loks mangósalatið og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna