Það er komið sumar og sól í heiði skín, allavega í höfuðborginni. Þá er um að gera vel við sig í mat og drykk, en þessi rækju taco réttur er gjörsamlega óviðjafnanlegur. Uppskriftina að honum fundum við á vefnum Delish, sem er í sérstöku uppáhaldi.
Hráefni:
450 g risarækjur, hreinsaðar
1½ msk. cajun krydd
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. ólífuolía
salt og pipar
1 msk. smjör
2 mangó, söxuð
2 avókadó, skorin í teninga
safi úr 1 súraldin
½ rauðlaukur, saxaður
1 jalapeño, saxaður
1 msk. ferskt kóríander, saxað
8 litlar tortilla pönnukökur
2 bollar kál, saxað
Aðferð:
Blandið rækjum saman við cajun krydd, hvítlauk og ólífuolíu. Saltið og piprið. Bræðið smjör í pönnu yfir meðalhita. Bætið rækjunum út í og eldið þar til þær verða bleikar, eða í um 2 mínútur á hvorri hlið. Búið til mangó salatið með því að blanda saman mangó, avókadó, súraldinsafa, rauðlauk, jalapeño og kóríander. Saltið. Takið til pönnukökurnar. Setjið kál á þær, svo rækjur og loks mangósalatið og berið fram.