Á vefsíðunni Delish er að finna aragrúa af dásamlegum uppskriftum – þar á meðal að einstaklega einföldu og gómsætu kartöflusalati sem tekur enga stund að útbúa.
Sósa – Hráefni:
2 msk. nýkreistur sítrónusafi
½ tsk. Dijon sinnep
¼ bolli ólífuolía
½ rauðlaukur, þunnt skorinn
salt og pipar
Salatið – Hráefni:
3 bollar kjúklingabitar, eldaðir
900 g litlar kartöflur, skornar í helminga
2 agúrkur, þunnt skornar í hálfmána
1½ bolli kirsuberjatómatar, skornir í helminga
¾ bolli ólífur, skornar í helminga
¼ bolli ferskt dill
1 bolli fetaostur í bitum
Aðferð:
Byrjum á sósunni. Blandið sítrónusafa og sinnepi saman í skál og bætið olíunni saman við smátt og smátt. Hrærið rauðlauk saman við og saltið og piprið. Leyfið sósunni að bíða á meðan salatið er búið til.
Sjóðið kartöflur í saltvatni og sjóðið í um 10 mínútur. Skolið og kælið kartöflurnar. Hitið kjúklingabitana í örbylgjuofni. Setjið kartöflur í stóra skál og bætið kjúklingabitum, agúrku, tómötum, ólífum og dilli saman við. Drissið sósunni yfir og hrærið saman. Bætið fetaostinum út í og berið fram, jafnvel með meiri fetaosti og dilli.