fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Sumarsalatið sem hressir, bætir og kætir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2019 11:07

Virkilega girnilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefsíðunni Delish er að finna aragrúa af dásamlegum uppskriftum – þar á meðal að einstaklega einföldu og gómsætu kartöflusalati sem tekur enga stund að útbúa.

Grískt sumarsalat

Sósa – Hráefni:

2 msk. nýkreistur sítrónusafi
½ tsk. Dijon sinnep
¼ bolli ólífuolía
½ rauðlaukur, þunnt skorinn
salt og pipar

Salatið – Hráefni:

3 bollar kjúklingabitar, eldaðir
900 g litlar kartöflur, skornar í helminga
2 agúrkur, þunnt skornar í hálfmána
1½ bolli kirsuberjatómatar, skornir í helminga
¾ bolli ólífur, skornar í helminga
¼ bolli ferskt dill
1 bolli fetaostur í bitum

Aðferð:

Byrjum á sósunni. Blandið sítrónusafa og sinnepi saman í skál og bætið olíunni saman við smátt og smátt. Hrærið rauðlauk saman við og saltið og piprið. Leyfið sósunni að bíða á meðan salatið er búið til.

Sjóðið kartöflur í saltvatni og sjóðið í um 10 mínútur. Skolið og kælið kartöflurnar. Hitið kjúklingabitana í örbylgjuofni. Setjið kartöflur í stóra skál og bætið kjúklingabitum, agúrku, tómötum, ólífum og dilli saman við. Drissið sósunni yfir og hrærið saman. Bætið fetaostinum út í og berið fram, jafnvel með meiri fetaosti og dilli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb