Margir eru á ketó þessi dægrin og því urðum við að deila með ykkur þessari uppskrift sem við fundum á vef Delish að ketóvænum kleinuhringjum. Nammi, namm!
Deig – Hráefni:
1 bolli möndlumjöl
¼ bolli grófmöluð ketó sæta, til dæmis Swerve
2 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
4 msk. smjör, brætt
¼ bolli rjómi
2 stór egg
½ tsk. vanilludropar
Glassúr – Hráefni:
1½ bolli púðruð ketó sæta
¼ bolli kakó
½ bolli vatn
1 tsk. vanilludropar
salt
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og smyrjið form með bakstursspreyi. Blandið mjöli, grófmalaðri sætu, lyftidufti og salti saman í skál. Blandið smjöri, rjóma, eggjum og vanilludropum í annarri skál. Blandið eggjablöndunni saman við þurrefnin þar til allt er blandað saman. Deilið deiginu í kleinuhringjaformið og bakið í um fimmtán mínútur. Leyfið kleinuhringjunum að kólna alveg í formunum áður en þeir eru losaðir úr. Búið til glassúrinn. Sigtið púðruðu sætuna og kakó saman í stóra skál. Bætið vatni og vanilludropum út í og þeytið. Skreytið hringina með glassúr og leyfið honum að harðna aðeins áður en hringirnir eru bornir fram.