fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Matur

Já, það er hægt að borða kleinuhringi á ketó mataræðinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. maí 2019 15:17

Heillandi hringir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru á ketó þessi dægrin og því urðum við að deila með ykkur þessari uppskrift sem við fundum á vef Delish að ketóvænum kleinuhringjum. Nammi, namm!

Ketó kleinuhringir

Deig – Hráefni:

1 bolli möndlumjöl
¼ bolli grófmöluð ketó sæta, til dæmis Swerve
2 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
4 msk. smjör, brætt
¼ bolli rjómi
2 stór egg
½ tsk. vanilludropar

Glassúr – Hráefni:

1½ bolli púðruð ketó sæta
¼ bolli kakó
½ bolli vatn
1 tsk. vanilludropar
salt

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið form með bakstursspreyi. Blandið mjöli, grófmalaðri sætu, lyftidufti og salti saman í skál. Blandið smjöri, rjóma, eggjum og vanilludropum í annarri skál. Blandið eggjablöndunni saman við þurrefnin þar til allt er blandað saman. Deilið deiginu í kleinuhringjaformið og bakið í um fimmtán mínútur. Leyfið kleinuhringjunum að kólna alveg í formunum áður en þeir eru losaðir úr. Búið til glassúrinn. Sigtið púðruðu sætuna og kakó saman í stóra skál. Bætið vatni og vanilludropum út í og þeytið. Skreytið hringina með glassúr og leyfið honum að harðna aðeins áður en hringirnir eru bornir fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum