fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Matur

Ketó-réttur sem slær öll met: „Sumarið komið á diskinn“

Ketóhornið
Föstudaginn 24. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferð gómsætur réttur sem er fullkominn fyrir ketóliða sem vilja gera vel við sig í sumar.

Barbecue bringusteik

Kjöt – Hráefni:

3 kg bringusteik/brisket
pakki af beikoni eða nóg til að klæða steikina

Kryddhjúpur – Hráefni:

2 msk. gullin sæta (sukrin/monkfruit)
1½ tsk. paprika
1 tsk. reykt paprika
1 tsk. cumin
1 tsk. laukduft
1 tsk. hvítlauksduft
2 tsk. sinnepsduft
¼ tsk. cayenne pipar
2 tsk. salt
2 tsk. svartur pipar

Aðferð:

Steikin er snyrt og þakin í kryddhjúpnum. Síðan er hún lögð í ofnfat og klædd beikonkápu. Inn í ofn í 4 klukkustundir. Snúið eftir hálfa steikingu og beikonið þá tekið frá fyrir sósuna.

Sósan – Hráefni:

beikonið, smátt saxað
1 laukur, smátt saxaður
½ bolli eplaedik
1/3 bolli gullin sæta
allt soðið af steikinni síað ásamt einum nautateningi
½ bolli tómatsósa (Felix m. Stevíu)
1–2 msk. saxaður chipotle pipar eða jalapeno

Aðferð:

Þetta er allt soðið niður á pönnu og sirka einum bolla af sósunni borinn á steikina og hún grilluð á háum yfirhita í restina eða þar til hún nær fallegum gljáa. Borið fram með sósunni og einhverju guðdómlegu meðlæti. Veisla frá Sogni í Kjós. Ég mæli svo með að þið kíkið á úrvalið í þessari frábæru kjötbúð en þau bjóða bæði upp á heimsendingar, en svo er alltaf einhver við á bænum til að opna búðina. Verði ykkur að góðu. Sumarið komið á diskinn.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum