Þessa kökuuppskrift rákumst við á á vef Delish og urðum að deila henni með landsmönnum. Kakan er ketó en leynihráefnið í henni er blómkál. Ótrúlegt en satt!
Hráefni:
115 g sykurlaust súkkulaði
1/3 bolli kókosolía
2 msk. rjómaostur, mjúkur
2/3 bolli sykur
2 stór egg
1 bolli blómkál, soðið og maukað
2 bollar möndlumjöl
½ bolli kakó
¾ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
Skreyting – Hráefni:
1/3 bolli sykurlaust súkkulaði
1 tsk. kókosolía
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og smyrjið form sem er sirka tuttugu sentímetra stórt og kassalaga. Blandið súkkulaði og olíu saman og bræðið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Leggið til hliðar. Blandið rjómaosti og sykri saman þar til blandan er silkimjúk. Bætið eggjum út í, einu í einu, og því næst blómkálsmaukinu. Blandið mjöli, kakói, lyftidufti og salti saman í annarri skál og blandið þurrefnunum saman við rjómaostablönduna. Blandið loks súkkulaðiblöndunni saman við. Hellið deiginu í formið og bakið í 23 til 25 mínútur. Bræðið síðan súkkulaðið og olíuna í skreytinguna í örbylgjuofni og drissið yfir kökuna.