Þetta er mitt uppáhalds gotterí og svo mikið nammigott. Ég get átt svona mola lengi inni í ísskáp og einn moli dugar langa leið.
Hráefni – Botn:
½ bolli möndlu/hnetusmjör
2 msk. síróp (t.d. Fiber/Sukrin)
¾ bolli möndlumjöl
2 msk. kókoshveiti
1/3 bolli súkkulaðidropar (t.d. Lilys)
Hráefni – Súkkulaðibráð:
100 ml súkkulaðidropar
2 msk. möndlu/hnetusmjör
Aðferð:
Hnetusmjör og síróp brætt saman í örbylgjuofni í 30 sekúndur. Möndlumjöli, kókoshveiti og súkkulaðidropum bætt út í og síðan þrýst vel í form. Kælt í frysti á meðan súkkulaðibráðin er gerð tilbúin. Dropar og hnetusmjör brætt í 30 til 60 sekúndur í örbylgjuofni og hellt yfir möndlubotninn. Njótið.