fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Matur

Halla kemur ketóliðum til bjargar: „Gæða skyndibiti á núll einni“

Ketóhornið
Föstudaginn 10. maí 2019 15:00

Halla er sniðug þegar að kemur að ketó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mamma gaf mér uppskrift að túnfisksalati, dúllan sem hún er, en það hefur aldeilis slegið í gegn hjá fjölskyldunni. Það er súper einfalt og gott – Ora chili túnfiskur, mæjó og egg, ekkert annað. Chili túnfiskurinn er svo bragðmikill að það þarf ekkert að krydda þetta meira.

Salatið er svo gott að ég gæti borðað það eintómt en ég átti hamborgarabrauðin góðu í frysti og datt í hug að búa mér til svokallað „tunamelt“, sem er víða að finna á matseðlum í Bandaríkjunum. Ég bætti selleríi í salatið og því má alveg sleppa, en mér finnst það algjört möst. Ég ristaði hamborgarabrauð í brauðristinni, skellti cheddar osti yfir og bræddi hann svo á hæðsta hita undir grillinu í ofninum í fimm mínútur. Gæða skyndibiti á núll einni.

Hvernig er annað hægt en að elska ketólífið?

Túnabræðingur.

Túnabræðingur

Hamborgarabrauð – Hráefni:

½ bolli möndlumjöl
½ bolli kókoshveiti
½ bolli hörfræmjöl
1/3 bolli husk
1 tsk. laukduft
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
2 tsk. cream of tartar
2 egg
6 eggjahvítur
2 bollar sjóðandi vatn

Aðferð:

Ofninn hitaður í 175°C. Þurrefnum blandað saman fyrst, svo eggjum og að lokum vatni. Sesamfræ á toppinn ef vill. Bakað í 45 til 50 mínútur, en þessi uppskrift gefur sirka átta brauð.

Túnfisksalat – Hráefni:

1 dós Chili túnfiskur frá Ora
½ bolli mæjónes
2–3 egg
½-1 sellerístöngull, saxaður

Aðferð:

Öllu blandað vel saman. Síðan sker ég hamborgarabrauð í tvennt, smyr salatinu á hvorn helming, cheddar ost yfir og inn í ofn á hæðsta grillstyrk í fimm mínútur. Þessi túnabræðingur er algjört uppáhald.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram