fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Matur

Dásamlegur kvöldmatur sem inniheldur aðeins 200 hitaeiningar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 16:00

Ljúffengt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferð æðisleg uppskrift sem við rákumst á á vef Daily Meal, en um er að ræða blómkáls- og brokkolí rétt sem dugar í tíu skammta. Það sem meira er – hver skammtur inniheldur aðeins 178 hitaeiningar.

Blómkáls- og brokkolíréttur

Hráefni:

½ bolli brauðrasp
¼ bolli + 2 msk. parmesan ostur, rifinn
2 msk. smjör, brætt
1½ tsk. ítalskt krydd
450 g brokkolí í bitum
450 g blómkál í bitum
2 msk. smjör
1 laukur, saxaður
2 msk. hveiti
1 tsk. hvítlaukskrydd
¼ tsk. svartur pipar
1¼ bolli mjólk
115 g rjómaostur, skorinn í bita

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Blandið brauðrasp, 2 matskeiðum af parmesan osti, 2 matskeiðum af bræddu smjöri og ½ teskeið af ítölsku kryddi saman í lítilli skál og setjið til hliðar. Bræðið 2 matskeiðar af smjöri í stórum potti yfir meðalhita. Setjið laukinn í pottinn og eldið í 5 mínútur. Blandið hveiti, restinni af ítalska kryddinu, hvítlaukskryddinu og piparnum saman við. Bætið mjólkinni saman við og látið malla þar til sósan þykknar. Bætið rjómaosti og restinni af parmesan ostinum saman við og hrærið þar til rjómaosturinn bráðnar. Bætið blómkáli og brokkolí saman við og hrærið vel. Hellið í eldfast mót og stráið brauðraspsblöndunni yfir. Bakið í 40 mínútur og berið strax fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík