fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Matur

Fimm réttir með fimm hráefnum eða færri – Þú trúir því ekki hvað þetta er einfalt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 6. maí 2019 13:00

Einfalt og fljótlegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessari viku vildum við að vikumatseðillinn væri fullur af einfaldleika, enda um að gera að nýta allar sólarglætur sem gefast. Þessir fimm réttir hér fyrir neðan eiga það sameiginlegt að þurfa aðeins fimm hráefni eða minna, en í hráefnatalninguna teljum við ekki með salt og pipar, sem er gefið að þurfi í flesta rétti.

Mánudagur – Sinneps lax

Uppskrift af The Cooking Jar

Hráefni:

450 g laxaflök
salt og pipar
1 msk. grófkorna sinnep
1 msk. sinnep
1 msk. hunang
½ tsk. hvítlaukur, smátt saxaður

Aðferð:

Saltið og piprið laxaflökin og penslið þau með grófkorna sinnepi. Steikið laxaflökin í 1 til 2 mínútur yfir meðalhita, rétt til að loka þeim. Blandið sinnepi, hunangi og hvítlauk saman í skál. Hitið ofninn í 175°C. Raðið laxaflökunum í eldfast mót með roðið niður og dreifið sinnepssósunni yfir fiskinn. Bakið í 15 til 20 mínútur, eða þar til fiskurinn er fulleldaður. Berið strax fram.

Sinneps lax.

Þriðjudagur – Hnetu núðlur

Uppskrift af Babble

Hráefni:

225 g spagettí
1 bolli hnetusósa
3 vorlaukar, smátt skornir
1–2 eldaðar kjúklingabringur, skornar í litla bita
½ bolli salthnetur, saxaðar

Aðferð:

Setjið spagettí í stóran pott með fjórum bollum af vatni og hnetusósu. Náið upp suðu yfir háum hita. Lækkið hitann um leið og byrjar að sjóða og hrærið reglulega í spagettíinu. Eldið þar til sósan byrjar að þykkna og pastað verður mjúkt, eða í um 15 mínútur. Blandið vorlauk, kjúkling og salthnetum saman við og hrærið vel. Berið strax fram.

Hnetu núðlur.

Miðvikudagur – Pastasalat

Uppskrift af Gimme Some Oven

Hráefni:

450 g heilhveiti pasta
340 g grilluð, rauð paprika, grófsöxuð
170 g grænt pestó
1 mozzarella kúla, skorin í bita
3 handfyllir klettasalat

Aðferð:

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og setjið pastað í stóra skál. Blandið restinni af hráefnunum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Berið strax fram eða geymið í ísskáp í allt að þrjá daga.

Pastasalat.

Fimmtudagur – Ómótstæðilegur kjúklingur

Uppskrift af Fuss Free Cooking

Hráefni:

2 msk. tómatpúrra
2 msk. sesamfræ
1 msk. sesamolía
2 msk. sojasósa
500 g kjúklingalundir

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Blandið öllum hráefnum saman í skál nema kjúklingnum. Blandið kjúklingnum saman við sósuna þannig að hún þeki hann og raðið kjúklingnum síðan á ofnplötu. Bakið í 25 til 30 mínútur og berið strax fram, jafnvel með salati eða hrísgrjónum.

Ómótstæðilegur kjúklingur.

Föstudagur – Steikarrúllur

Uppskrift af Maebells

Hráefni:

700 g nautasteik, skorin í þunnar sneiðar
¼-½ bolli marinering að eigin vali
1 rauð paprika, skorin í strimla
handfylli af strengjabaunum
1 laukur, skorinn í strimla

Aðferð:

Marinerið steikina í að minnsta kosti hálftíma fyrir eldun. Hitið ofninn í 175°C. Hitið pönnu yfir meðalhita með smá ólífuolíu. Skerið steikina í þunnar sneiðar og raðið papriku, baunum og lauk í miðjuna. Vefjið steikinni vandlega utan um grænmetið og setjið tannstöngul í gegn til að tryggja að ekkert fari á flakk. Steikið í um eina mínútu á hverri hlið á pönnu og bakið síðan í ofni í 10 til 15 mínútur.

Steikarrúllur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna