fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Matur

Einfaldasta ostakaka í heimi – Tilvalin til að fagna sumrinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 16:00

Litlar og girnilegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á þessa ofureinföldu ostakökuuppskrift á vefsíðunni Pretty Pies. Ekki aðeins er uppskriftin einföld heldur er kakan líka holl. Gaman að því.

Litlar berjaostakökur

Botn – Hráefni:

1 1/3 bolli hnetur (til dæmis möndlur)
2 msk. kókosolía, brædd
2–3 msk. vatn
1 msk. kókossykur
smá salt
smá vanilludropar

Ostakaka – Hráefni:

1 bolli kasjúhnetur
1 bolli ber (í þessari uppskrift eru notuð brómber og jarðarber til helminga)
¼ bolli púðruð sæta eða kókossykur
¼ bolli kókossolía, brædd
2 msk. vatn
1 msk. + 1 tsk. sítrónusafi
smá salt

Aðferð:

Klæðið bollakökuform með smjörpappír svo auðvelt verði að fjarlægja ostakökurnar. Blandið öllum hráefnum í botninn saman, nema vatni, í blandara. Blandið þar til allt er fínmalað. Bætið vatni við og blandið þar til allt tollir saman. Þrýstið 1 til 2 matskeiðum af blöndunni í botninn á hverju formi og kælið á meðan að fyllingin er útbúin. Setjið kasjúhnetur, ber, sætu eða sykur, sítrónusafa og salt í blandara og blandið þar til silkimjúkt. Smakkið til og bætið meiri sætu við ef þarf. Bætið olíunni út í og blandið. Setjið ofan á ostakökubotninn og frystið í 1 til 2 klukkutíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti