Við rákumst á þessa uppskrift á vef Delish og máttum til með að breiða út boðskapinn, enda oft erfitt að finna eitthvað hollt til að maula yfir sjónvarpinu.
Hráefni:
1 stór, þroskaður avókadó
¾ bolli rifinn parmesan ostur
1 tsk. sítrónusafi
½ tsk. hvítlaukskrydd
½ tsk. ítölsk kryddblanda
salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 160°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur. Maukið avókadó með gaffli í skál þar til blandan er kekkjalaus. Hrærið parmesan osti, hvítlaukskryddi og ítalskri kryddblöndu saman við. Saltið og piprið. Setjið kúffulla teskeið af blöndunni á ofnplöturnar með góðu millibili. Fletjið klessurnar síðan út með skeiðinni eða bolla. Bakið í um 30 mínútur, eða þar til flögurnar eru gylltar og stökkar.