fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Matur

9 matvörur sem þú vissir ekki að hægt væri að frysta

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 16:00

Það var lítið um matvæli í frystinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú gætir minnkað matarsóun heimilisins og sparað þér slatta af tíma við matargerðina ef þú venur þig á að smella fleiru í frystinn. Kíktu á listann!

1. Kryddjurtir

Ferskar kryddjurtir halda alveg bragði sínu þó þær séu settar í frysti. Það er ágætt að venja sig á að skola af þeim, þerra og hafa í loftþéttum umbúðum (poka eða plastboxi). Er líka upplagt að gera kryddsmjör og eiga í frystinum og galdra fram með grillmatnum. Í kryddsmjör er hægt að nota ýmsar kryddtegundir blandaðar saman. Prófaðu að bæta við hvítlauk, sítrónubörk og salti í væna smjörklípu, rúlla í plast og frysta.

2. Smákökudeig

Er smá deigklípa eftir en þú ert kannski ekki alveg að nenna að skella hálffullri plötu inn í ofn? Skelltu hráu deiginu í frysti! Það er ágætt að vera búin að skipta deiginu í hæfilega stóra bita þannig að hægt sé að smella því beint á bökunarplötu og inní ofn þegar löngunin í nýbakaðar smákökur vaknar.

3. Soðið pasta

Það er hægt að frysta allar pastagerðir og þannig spara töluverðan tíma næst þegar þú ætlar að bjóða uppá slíkt. Ef þú ætlar að geta hitað það upp til seinni nota er best að taka það úr sjóðandi vatninu rétt áður en það er fullsoðið. Þá klárar það suðutímann um leið og það er hitað upp t.d. í örbylgjunni.

4. Hrísgrjón, kúskús og fleira

Það gerist nú alloft að fjölskyldan borðaði ekki jafn mikið af hrísgrjónum og voru soðin fyrir máltíðina. Um að gera að skella í poka og inn í frysti! Mundu bara að hita almennilega (gjarnan í örbylgju) áður en á að nota næst.

5. Mjólk og rjómi

Ekki setja mjólk í frysti ef þú ætlar þér að drekka hana því hún getur breyst í áferð. En að nota í matargerð eða bakstur virkar prýðilega. Upplagt að gera þetta við mjólkurvörur sem eru alveg að renna út.

6. Hvítlauk

Það er mjög enfalt að frysta hvítlauk hvort sem það sé heill laukur, geirar eða pressaður/saxaður. Mikilvægast er að laukurinn sé í loftþéttum umbúðum. Getur líka verið sniðugt að sneiða niður hvítlauk og setja í olíu og frysta svo. Olían frýs ekki og þá er einfalt að taka út og nota akkúrat passlega mikið.

7. Egg

Brjóttu eggin í skál, þeyttu þau örlítið og settu svo í box eða poka. Hvítur er líka hægt að frysta útaf fyrir sig. Best að nota innan árs.

8. Bananar

Fullkomnir í boozt! Hægt að frysta þá heila en langauðveldast er að skera þá í minni bita og setja í loftþéttan poka. Þá er hægt að kippa út nokkrum bitum eftir þörfum.

9. Avokadó

Það er ágætt að setja matskeið af sítrónu eða límónusafa á avókadókjötið og mauka það örlítið áður en því er skellt í box eða poka. Þá mislitast það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn