Þessar vöfflur eru alls ekki fyrir alla, en mikið sem þær eru góðar.
Hráefni – Sykraðar pekanhnetur:
1/2 bolli vatn
1/2 bolli sykur
1 bolli pekanhnetur
smá púðursykur
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Setjið vatn og sykur í pönnu og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í blöndunni þar til sykurinn hefur algjörlega leysts upp. Blandið pekanhnetunum saman við sykursírópið og látið malla í 6 mínútur. Raðið pekanhnetunum á ofnplötuna og reynið að lágmarka sykursírópið sem fer með. Það á nánast allt að vera eftir á pönnunni. Setjið inn í ofn í 10-12 mínútur og stráið síðan smá púðursykri yfir hneturnar um leið og þær koma út úr ofninum.
Hráefni – Vöfflur:
2 1/4 bolli heilhveiti
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. matarsódi
smá sjávarsalt
2 egg
3 msk. hlynsíróp
75 g bráðið smjör
1/2 bolli sýrður rjómi
1/4 bolli mjólk
1 bolli bjór
Aðferð:
Blandið þurrefnum vel saman í einni skál og restinni af hráefnunum saman í annarri skál. Blandið þurrefnum varlega saman við restina af hráefnunum og hrærið vel saman. Bakið vöfflurnar í vöfflujárni. Á mínu eru hitastillingar frá 1 og upp í 5 og stillti ég á ca 4,5.
Hráefni – Viskírjómi:
1/2 bolli rjómi
1 msk. sykur
1/4 tsk. vanilludropar
2 msk. viskí
Aðferð:
Hrærið allt vel saman þar til rjóminn er stífþeyttur. Berið fram með vöfflunum og pekanhnetunum.