fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Matur

Þessir æðislegu snúðar eru fylltir með Royal-búðingi – Alveg satt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 13. apríl 2019 15:00

Girnilegt!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessir frábæru snúðar bókstaflega bráðna í munni, en þeir eru í óhefðbundnari kantinum og fylltir með karamellubúðingi frá Royal. Það svínvirkar!

Yndislegir snúðar fylltir með karamellubúðingi

Hráefni – Snúðar:

1 bréf þurrger
1 bolli volg mjólk
4 msk. sykur
3 3/4 bolli hveiti
1 tsk. salt
2 egg (við stofuhita)
1 tsk. vanilludropar
90 g mjúkt smjör

Hráefni – Fylling:

1 pakki Royal-karamellubúðingur (Blandaður og kældur samkvæmt leiðbeiningum á pakka)
3/4 bolli púðursykur
1 egg
2 msk. vatn

Renna ljúflega niður.

Aðferð:

Byrjum á deiginu. Blandið saman þurrgeri, mjólk og sykri saman í skál og leyfið þessu að hvíla í 5-10 mínútur, eða þar til blandan freyðir. Blandið hveiti og salti vel saman í skál og bætið því næst gerblöndunni, eggjum og vanilludropum saman við. Blandið saman í um 10 mínútur. Blandið síðan smjörinu saman við og blandið saman í um 5 mínútur. Hnoðið deigið lítið eitt á borðflöt sem er dustaður með hveiti. Smyrjið smá olíu í skál, setjið deigið í skálina og hyljið með viskastykki. Leyfið deiginu að hefast á volgum stað í um klukkutíma. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ágætlega stórt eldfast mót eða klæðið ofnplötu með smjörpappír. Fletjið deigið út og smyrjið búðingnum á það, en nóg er að nota sirka 3/4 af blöndunni. Drissið síðan púðursykrinum yfir búðinginn. Rúllið deiginu út og skerið í snúða, sirka 10 til 12 stykki. Raðið snúðunum í mótið eða á plötuna, setjið viskastykki yfir þá og leyfið að hefast í 5-10 mínútur í viðbót. Blandið saman eggi og vatni og penslið snúðana með eggjablöndunni. Bakið snúðana í 35 til 45 mínútur og fylgist vel með þeim. Leyfið þeim síðan að kólna aðeins áður en þið rífið þá í ykkur.

Góða helgi!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu