Þessir frábæru snúðar bókstaflega bráðna í munni, en þeir eru í óhefðbundnari kantinum og fylltir með karamellubúðingi frá Royal. Það svínvirkar!
Hráefni – Snúðar:
1 bréf þurrger
1 bolli volg mjólk
4 msk. sykur
3 3/4 bolli hveiti
1 tsk. salt
2 egg (við stofuhita)
1 tsk. vanilludropar
90 g mjúkt smjör
Hráefni – Fylling:
1 pakki Royal-karamellubúðingur (Blandaður og kældur samkvæmt leiðbeiningum á pakka)
3/4 bolli púðursykur
1 egg
2 msk. vatn
Aðferð:
Byrjum á deiginu. Blandið saman þurrgeri, mjólk og sykri saman í skál og leyfið þessu að hvíla í 5-10 mínútur, eða þar til blandan freyðir. Blandið hveiti og salti vel saman í skál og bætið því næst gerblöndunni, eggjum og vanilludropum saman við. Blandið saman í um 10 mínútur. Blandið síðan smjörinu saman við og blandið saman í um 5 mínútur. Hnoðið deigið lítið eitt á borðflöt sem er dustaður með hveiti. Smyrjið smá olíu í skál, setjið deigið í skálina og hyljið með viskastykki. Leyfið deiginu að hefast á volgum stað í um klukkutíma. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ágætlega stórt eldfast mót eða klæðið ofnplötu með smjörpappír. Fletjið deigið út og smyrjið búðingnum á það, en nóg er að nota sirka 3/4 af blöndunni. Drissið síðan púðursykrinum yfir búðinginn. Rúllið deiginu út og skerið í snúða, sirka 10 til 12 stykki. Raðið snúðunum í mótið eða á plötuna, setjið viskastykki yfir þá og leyfið að hefast í 5-10 mínútur í viðbót. Blandið saman eggi og vatni og penslið snúðana með eggjablöndunni. Bakið snúðana í 35 til 45 mínútur og fylgist vel með þeim. Leyfið þeim síðan að kólna aðeins áður en þið rífið þá í ykkur.