Það er föstudagskvöld og um að gera að gera vel við sig í mat og drykk. Þessar „Sloppy Joe“-pylsur eru sóðalega góðar – fullkominn huggunarmatur.
Hráefni:
1 meðalstór rauðlaukur, þunnt skorinn
2 msk. ólífuolía
650 g nautahakk
170 g tómatpúrra
1 msk. Worcestershire sósa
1 bolli Coca Cola
½ bolli vatn
½ bolli paprika, söxuð
salt
paprikukrydd
8 pylsubrauð
tilbúið hrásalat
Aðferð:
Steikið rauðlaukinn í olíu í stórri pönnu yfir meðalhita í 4 til 5 mínútur. Bætið hakki við og eldið í 5 til 6 mínútur eða þar til kjötið er hætt að vera bleikt. Hellið vökva af pönnunni. Hrærið tómatpúrru, og Worcestershire sósu saman við og hrærið reglulega í blöndunni í 3 til 4 mínútur, eða þar til hún byrjar að þykkna. Hrærið Coca Cola og vatni saman við og hrærið stanslaust í 6 til 8 mínútur þar til suða kemur upp. Takið af hitanum og hrærið papriku, salti og paprikryddi saman við. Deilið blöndunni á milli pylsubrauðanna og skreytið með hrásalati. Berið strax fram.
Uppskriftin birtist upprunalega á vef Southern Living.