fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Matur

Þessar sóðalegu pylsur eiga eftir að bjarga föstudagskvöldinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 17:30

Geggjaður kvöldmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er föstudagskvöld og um að gera að gera vel við sig í mat og drykk. Þessar „Sloppy Joe“-pylsur eru sóðalega góðar – fullkominn huggunarmatur.

Sloppy Joe-pylsur

Hráefni:

1 meðalstór rauðlaukur, þunnt skorinn
2 msk. ólífuolía
650 g nautahakk
170 g tómatpúrra
1 msk. Worcestershire sósa
1 bolli Coca Cola
½ bolli vatn
½ bolli paprika, söxuð
salt
paprikukrydd
8 pylsubrauð
tilbúið hrásalat

Allir elska Sóða Jóa.

Aðferð:

Steikið rauðlaukinn í olíu í stórri pönnu yfir meðalhita í 4 til 5 mínútur. Bætið hakki við og eldið í 5 til 6 mínútur eða þar til kjötið er hætt að vera bleikt. Hellið vökva af pönnunni. Hrærið tómatpúrru, og Worcestershire sósu saman við og hrærið reglulega í blöndunni í 3 til 4 mínútur, eða þar til hún byrjar að þykkna. Hrærið Coca Cola og vatni saman við og hrærið stanslaust í 6 til 8 mínútur þar til suða kemur upp. Takið af hitanum og hrærið papriku, salti og paprikryddi saman við. Deilið blöndunni á milli pylsubrauðanna og skreytið með hrásalati. Berið strax fram.

Uppskriftin birtist upprunalega á vef Southern Living.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna