Það er gaman að brydda upp á skemmtilegum borðskreytingum um páska, sérstaklega ef skreytingarnar eru ætar. Hér er uppskrift að einu slíku borðskrauti sem rennur ljúflega niður.
Hráefni:
1 bolli dökkt súkkulaði (grófsaxað)
1 msk. smjör
2 bollar saltstangir (brotnar í bita)
nammiegg
Aðferð:
Bræðið súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni þar til allt er bráðnað saman. Munið að hita bara í 30 sekúndur í senn og hræra alltaf í blöndunni á milli. Veltið saltstöngunum upp úr súkkulaðinu þar til nánast allar saltstangirnar eru huldar með súkkulaði. Finnið ykkar innri listamann og búið til hreiður úr saltstöngunum. Varúð: Það verður sko nóg af súkkulaði á puttunum eftir á til að sleikja. Raðið eggjum í hreiðrin og leyfið þessu að storkna.