Gústi setti inn mynd á Twitter sem hefur vakið mikil viðbrögð. Á myndinni má sjá samanburð á kolefnasspori máltíða, en verkfræðistofan EFLA mun bjóða upp á að fólk getur skoðað kolefnisspor máltíða og borið saman. Gústi er kokkur og er að prufukeyra prógrammið fyrir EFLU.
Hann ber saman kjötrétt og grænmetisrétt. Það sem vekur athygli er hvað kolefnisspor kjötréttarins er mikið meira en grænmetisréttsins.
Kolefnisspor kjötréttarins samsvarar akstri bíls fyrir 95 km, en grænmetisrétturinn samsvarar akstri bíls fyrir 4 km.
Þetta er í alvöru alger sturlun pic.twitter.com/8fhspJ8j2w
— Gústi (@gustichef) April 10, 2019
Gústi segir að þetta sé enn í þróun og er enn verið að skoða hvort þetta muni verða heimasíða eða smáforrit. Hann segir þetta vonandi verða tilbúið í næsta mánuði.
Ekki ennþá, þetta er enn í þróun. En við erum búin að vera að prufukeyra þetta í rúma viku núna. Alveg sturlað. Ég var með Meatless monday í fyrradag
— Gústi (@gustichef) April 10, 2019
Vonandi í næsta mánuði, við erum enn að skoða hvort þetta sé heimasíða eða hreinlega app. Þetta er tilbúið en þarf smá lokatöts.
— Gústi (@gustichef) April 11, 2019
Færslan hefur fengið mikil viðbrögð og hafa 276 manns líkað við tístið og 62 deilt því þegar greinin er skrifuð.
Rosalega mikill, en þorskur og veiddur fiskur kemur merkilega illa út samanborið við eldisfiskinn.
— Gústi (@gustichef) April 10, 2019
Merkilegt, vörur ættu að vera merktar kolefnisspori á kalóríu. g/kkal ð
— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) April 11, 2019
Þetta er byggt á tölum sem við höfum rannsakað sjálf og stundum tekið frá öðrum rannsóknum erlendis og hérlendis.
— Gústi (@gustichef) April 11, 2019
Er alls ekki að segja þetta í leiðinlegum tón, sorry ef það kemur þannig út, hugsa bara til ALLRA þeirra kjötmaltiða sem ég borðaði sirka 2x á dag í 24 ár! 2x365x24! Það er MIKIÐ ?
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) April 11, 2019