fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Matur

Heitar umræður um verðlag á íslenskum veitingastöðum: „Þetta er svo mikið fokkjú merki frá þessum stað“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 10:00

Umræðurnar í Matartips eru áhugaverðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„285 krónur fyrir þessa skàl með kokkteil sósu. Skammist þið ykkar ekkert?“ skrifar maður nokkur til veitingastaðarins American Style á Facebook og lætur fylgja mynd með af lítilli skál af kokteilsósu á staðnum. Forsvarsmenn American Style hafa ekki enn svarað Sigga, en hann deilir myndinni í hópnum Matartips! á Facebook.

„Þetta er svo mikið fokkjú merki frà þessum stað,“ skrifar maðurinn og skapast heitar umræður um kokteilsósuna innan hópsins, sérstaklega eftir að maðurinn deilir skjáskoti af vef AHA þar sem 200 millilítrar af kokteilsósu kosta 209 krónur.

Skjáskot af innleggi mannsins á Facebook-síðu American Style.

„Þetta er allavega ódýrara en á Hamborgarafabrikkunni. Kokteilsósan þar kostar 395 krónur,“ skrifar einn meðlimur hópsins. „Því miður er þetta algengt verð fyrir sósuslettu,“ skrifar annar.

„Svipað verð og kokteilsósan á KFC, Metro og Aktu Taktu kostar,“ bætir enn annar meðlimur við. „Það má samt alveg pæla í þessu. Kostar sirka 15 krónur að búa til kokteilsósu og er hún oft frá 140 til 300 krónur eftir stöðum. Ansi vel í lagt.“

„Ég er maður sem á gríðarlegt magn af peningum“

Margir benda á að það sé frí áfylling á kokteilsósu á American Style og alls ekki allir eru sammála um að um okur sé að ræða.

„Fólk á bara að hætta að grenja yfir öllu og elda heima ef 285kr er of mikið fyrir það. Mitt mat,“ skrifar einn meðlimur og bætir við á öðrum stað: „Það er bara þetta væl endalaust og oftar en ekki frá fólki sem skilur ekki viðskipti og allan kostnaðinn í kringum veitingastaði og quotar í Þórarinn, mann sem kaupir fleiri tonn af mat á viku á mun hagstæðara verði en minni staðir og getur notað innkomu úr öðrum rekstri í fyrirtækinu til að halda uppi matsölustaðnum,“ skrifar hann með vísan í Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA.

Annar meðlimur hópsins tekur í sama streng.

„Hvaða erindi áttu ut að eta ef þu att ekki fyrir 300kr kokteilsosu?“ skrifar hann og heldur áfram síðar í þræðinum: „Ég er maður sem á gríðarlegt magn af peningum og stundum langar mig að skola niður máltíð með góðri kokteilsósu og hvað með það þó hún sé dýr, ég myndi borga 6990 fyrir sýnishorn af alvarlegri sósu, það er bara þannig, ætla ekkert að fara drulla yfir fólk fyrir að eiga lítið af pening en svona er þetta bara því miður.“

Fáránlegt verð fyrir sýnishorn af sósu

Hins vegar eru margir sem telja mikilvægt að vekja athygli á slíkri verðlagningu.

„Þetta er fáránlegt verð fyrir sýnishorn af sósu. Þetta er ekki spurning um hvort að fólk á fyrir matnum eða ekki (sem er fáránleg rök með þessari verðlagningu). Þetta er að mínu mati spurning um prinsipp og þjónustulund veitingarstaða gagnvart viðskiptavinum sínum. Þetta snýst allt um gróða í stað þess að viðskiptavinurinn fari ánægður og sáttur út af veitingarstaðnum, sem eykur líkurnar á því að hann komi aftur,“ skrifar einn meðlimur og annar tekur í sama streng.

„Staðreyndin er að margt hér á landi er orðið ógeðslega dýrt og það er allt í lagi að setja spurningamerki við það þegar það fer fram úr öllu hófi. Og jú ég hef alveg efni á því að borða úti og geri það óspart en ég þoli samt ekki óþarfa okur og sleppi því frekar að fara á þá staði sem mér finnst ganga of langt í þessum efnum og hika ekki við að gagnrýna þá líka.“

Einum notanda blöskrar að verið sé að afsaka verðið.

„Það er alveg magnað hvað það eru alltaf margir íslendingar sem að afsaka þetta !!! Eftir að lesa svona þræði þá skil ég þetta okur, meiri hlutinn er bara sáttur við þetta.“

Maðurinn sem hóf þráðinn með umdeildri mynd af kokteilsósu leggur síðan orð í belgi á nýjan leik:

„Þetta snýst ekki um að eiga fyrir hinu og þessu, en þarna er yfir 1000% àlag à þessari sósu, þarna er verið að okra svakalega hja öllum stöðum, svo heldur það àfram upp matseðilinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“