Veðrið er dásamlegt og þá er gott að elda létta og góða rétti sem lyfta andanum. Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir þessa yndislegu viku.
Uppskrift af Rocky Moutain Cooking
Hráefni – Sósa:
1 búnt fersk steinselja
¼ bolli fersk dill
2 msk. saxaður skalottlaukur
2 tsk. saxaður hvítlaukur
2 msk. capers
börkur af 1 sítrónu
safi úr 1 sítrónu
½ bolli ólífuolía
salt og pipar
Hráefni – Fiskur:
600–900 g þorskur (eða annar hvítur fiskur)
ólífuolía
salt og pipar
paprikukrydd (ekki reykt)
Aðferð:
Byrjum á sósunni. Setjið öll hráefni í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til sósan er silkimjúk. Smakkið til með salti og pipar og setjið til hliðar. Hitið ofninn í 200°C. Stráið ólífuolíu yfir báðar hliðar fisksins og kryddið með salti, pipar og paprikukryddi. Bakið í 12 til 14 mínútur. Berið fram með sósunni og jafnvel fersku grænmeti.
Uppskrift af Sunday Measures
Hráefni:
tilbúið pítsudeig
1/3 bolli ólífuolía
1 bolli ferskt basil
2 hvítlauksgeirar
safi úr 1 sítrónu
1 msk. tahini
1 msk. vatn
chili flögur
salt og pipar
½ bolli kjúklingabaunir
2 þistilhjörtu, söxuð (má sleppa)
½ búnt aspas
3 msk. sólþurrkaðir tómatar
Aðferð:
Hitið ofninn í 230°C og takið til stóra ofnplötu. Blandið ólífuolíu, basil, hvítlauk, sítrónusafa, tahini, vatni, chili flögum, salti og pipar saman í matvinnsluvél þar til blandan er silkimjúk. Setjið í skál og blandið saman við kjúklingabaunir og þistilhjörtu. Fletjið út pítsudeigið og hafið það frekar þunnt. Færið á ofnplötuna og bakið flatbrauðið í um 5 mínútur. Takið þar úr ofninum og dreifið pestóblöndunni yfir brauðið. Raðið síðan aspas og sólþurrkuðum tómötum á það. Penslið kanta brauðsins og aspasinn með smá ólífuolíu og saltið og piprið eftir þörfum. Bakið í aðrar 12 til 15 mínútur. Leyfið þessu að kólna í 5 til 10 mínútur áður en brauðið er skorið.
Uppskrift af Inspired Edibles
Hráefni:
½ bolli rauðlaukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 + ½ bollar brokkolí, skorið í bita
1 bolli rifinn cheddar ostur
6 egg
¾ bolli mjólk
¼ bolli rjómi
1 msk. Dijon sinnep
1 tsk. þurrkað basil
½ tsk. salt
pipar
kirsuberjatómatar
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita og steikið lauk og hvítlauk í um 6 mínútur. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Setjið brokkolí og smá vatn í pönnuna og steikið þar til brokkolíið er aðeins orðið mjúkt. Takið af pönunni. Smyrjið eldfast mót og dreifið brokkolíinu í botninn. Þeytið eggin með mjólk, rjóma, sinnepi, basil, salti og pipar í skál. Bætið lauk og hvítlauk út í, sem og helming af ostinum. Þeytið vel og hellið yfir brokkolíið. Drissið restinni af ostinum yfir og bakið í 30 til 40 mínútur. Skreytið með tómötum og berið fram.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
4 stórir kúrbítar
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
2 bollar kirsuberjatómatar, skornir í helminga
1 bolli mozzarella kúlur
¼ bolli ferskt basil
2 msk. balsamikedik
Aðferð:
Búið til núðlur úr kúrbítnum með þartilgerðu áhaldi. Setjið núðlurnar í stóra skál og blandið olíu, salti og pipar saman við. Látið þetta marinerast í fimmtán mínútur. Bætið tómötum, mozzarella og basil saman við og blandið vel. Drissið ediki yfir og berið fram.
Uppskrift af Muy Delish
Hráefni – Marinering:
2 mandarínur
3 hvítlauksgeirar
½ tsk. þurrkað oreganó
½ tsk. þurrkað kóríander
½ tsk. þurrkað broddkúmen
¼ tsk. þurrkað túrmerik
smá saffron (má sleppa)
½ tsk. púðursykur
1–¼ tsk. salt
1 tsk. pipar
1 msk. ólífuolía
Hráefni – Kebab:
500 g kjúklingur, skorinn í bita
½ laukur, skorinn í bita
½ rauð paprika, skorin í bita
1 msk. fersk steinselja
Hráefni – Jógúrtsósa:
½ agúrka, skorin í teninga
¼ bolli fersk kóríander
1 bolli grísk jógúrt
salt
Aðferð:
Byrjum á marineringunni. Skerið mandarínur í helminga og grillið í 3 mínútur á hvorri hlið. Setjið mandarínubörkinn í blandara ásamt restinni af hráefnunum í marineringuna. Blandið þar til blandan er orðin að grófri en mjúkri blöndu. Takið frá 1 matskeið til að nota í jógúrtsósuna. Setjið kjúklinginn í skál og blandið marineringunni saman við. Þekið kjúklinginn vel og setjið svo plastfilmu yfir skálina. Marinerið í 1 til 2 klukkustundir í ísskáp. Setjið lauk og papriku í skálina og nuddið upp úr marineringunni. Raðið síðan kjúklingi, lauk og papriku á grillspjót og grillið í um 10 til 15 mínútur. Munið að snúa spjótunum reglulega. Á meðan kjúklingurinn grillast er jógúrtsósan gerð með því að blanda öllum hráefnum í sósuna saman við 1 matskeiðina af marineringunni. Berið kjúklinginn síðan fram með sósunni og jafnvel kúskús eða góðu brauði.