Það er dásamlegt að luma á góðu kvöldsnarli, en við rákumst á uppskrift að þessu einfalda og góða snarli á bloggsíðunni Pickled Plum. Virkilega gómsætt.
Hráefni:
1 dós kjúklingabaunir (425 g)
2 msk. Sriracha-sósa
2 msk. sojasósa
2 msk. hunang
1 msk. hrísgrjóanedik
½ tsk. sesamolía
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Setjið öll hráefni nema kjúklingabaunir í skál og blandið vel saman. Setjið sósuna og baunirnar í pott og náið upp suðu. Látið malla í 1 mínútu, slökkvið á hitanum og látið sitja í pottinum í 30 mínútur. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Setjið blönduna á plötuna og dreifið úr baununum. Steikið í ofni í 13 mínútur og kíkið reglulega á snarlið til að passa að það brenni ekki. Snúið baununum við og steikið í 5 mínútur til vioðbótar. Setjið í skál og látið kólna áður en þið gúffið í ykkur.