Hér kemur mín uppskrift að ketó kjúklingaböku – fullkominn huggunarmatur og frábær fjölskylduveisla á sunnudegi.
Hráefni:
7-800 g kjúklingur, bringur eða læri skorin í teninga eða bara afgangskjúlli niðurrifinn
10 beikonsneiðar, steiktar og skornar í bita (má sleppa)
1 laukur, smátt skorinn
2 bollar soðið blómkál
4-5 sellerístilkar, skornir í ca. 1 cm bita
1/2-1 græn paprika, smátt skorin
1/2 bolli grænar baunir, frosnar
300 ml rjómi
1 teningur af kjúklingakrafti
1 tsk bleikt salt
1/2 tsk svartur pipar
1 tsk graslaukur
1/2 tsk hvítlaukskrydd
Aðferð:
Laukurinn mýktur í smjöri og kjúklingurinn steiktur. Restinni af hráhefnunum bætt í pönnuna, baunirnar síðast. Allt síðan sett í eldfast mót og klætt með deiginu úr skonsu uppskriftinni. Ég teiknaði í kringum eldfasta mótið á smjörpappírinn til að sjá hversu stórt deigið þyrfti að vera. Deiginu lyfti ég á smjörpappírnum til þess að færa það yfir bökuna. Gerði nokkur göt fyrir gufuna. Baka við 180-200°C í 35-40 mínútur.