fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Matur

Sunnudagsmatur fyrir alla ketókroppana þarna úti

Ketóhornið
Sunnudaginn 7. apríl 2019 15:00

Dásamlegur matur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér kemur mín uppskrift að ketó kjúklingaböku – fullkominn huggunarmatur og frábær fjölskylduveisla á sunnudegi.

Huggunarmatur.

Ketó kjúklingabaka

Hráefni:

7-800 g kjúklingur, bringur eða læri skorin í teninga eða bara afgangskjúlli niðurrifinn
10 beikonsneiðar, steiktar og skornar í bita (má sleppa)
1 laukur, smátt skorinn
2 bollar soðið blómkál
4-5 sellerístilkar, skornir í ca. 1 cm bita
1/2-1 græn paprika, smátt skorin
1/2 bolli grænar baunir, frosnar
300 ml rjómi
1 teningur af kjúklingakrafti
1 tsk bleikt salt
1/2 tsk svartur pipar
1 tsk graslaukur
1/2 tsk hvítlaukskrydd

Fullt af grænmeti.

Aðferð:

Laukurinn mýktur í smjöri og kjúklingurinn steiktur. Restinni af hráhefnunum bætt í pönnuna, baunirnar síðast. Allt síðan sett í eldfast mót og klætt með deiginu úr skonsu uppskriftinni. Ég teiknaði í kringum eldfasta mótið á smjörpappírinn til að sjá hversu stórt deigið þyrfti að vera. Deiginu lyfti ég á smjörpappírnum til þess að færa það yfir bökuna. Gerði nokkur göt fyrir gufuna. Baka við 180-200°C í 35-40 mínútur.

Hollur og góður sunnudagsmatur.

Svo er ég með gjafaleik á Instagram þar sem ég ætla að gefa áhöld sem ég nota mikið í eldhúsinu – meira um hann hér:

 

View this post on Instagram

 

… nú ætla ég að henda í nýjan leik hér á instagram. Eins og kannski ekki hefur farið framhjá ykkur elska ég eldhúsið og þá er ekki verra að hafa fallegar og nytsamlegar græjur við hendina? … Ég hef fengið margar fyrirspurnir um hvar ég fæ mínar fínu græjur en þar sem ég fæ þær flestar í útlöndum hef ég ekki getað bent fólki á hvar nákvæmlega …þannig að nú ætla ég að gefa ykkur öllum tækifæri á að eignast sitt lítið af mínu uppáhalds? … það eina sem þið þurfið að gera er að læka myndina og segja mér í hvað þið mynduð nota þessar dýrindis græjur? … ekki væri verra ef þið deilduð færslunni meðal vina þar sem ég mun velja vinningshafa þegar 2000 fylgjendum er náð á síðunni… spennó much??????

A post shared by Halla Björg Björnsdóttir (@hallabb) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram