Það er svo skrýtið veðurfar á Íslandi þessa dagana að við á matarvefnum ákváðum að hafa eingöngu skrýtnar uppskriftir í vikumatseðlinum. Hér koma uppskriftir sem þú annað hvort elskar eða hatar, en ljóst er að þær vekja upp forvitni.
Uppskrift af Cooking With Mamma C
Hráefni:
680 g ferskur þorskur
3 msk. smjör
1 msk. sítrónusafi
¼ tsk. + 1/8 tsk. hvítlaukskrydd
¼ tsk. + 1/8 tsk. svartur pipar
¼ tsk. + 1/8 tsk. instant kaffi
salt
brauð (til að bera fram með og dýfa í sósuna)
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið ofnplötu. Skolið þorskinn og þerrið með þurrku. Raðið fisknum á ofnplötu. Bræðið smjörið og bætið sítrónusafa, hvítlaukskryddi, svörtum pipar og kaffi saman við. Hrærið vel þar til allt er blandað saman. Hellið smjörinu yfir þorskinn og bakið hann í 15 mínútur. Saltið eftir smekk og berið strax fram með góðu brauði til að dýfa í sósuna.
Uppskrift af This Healthy Kitchen
Hráefni:
3 msk. smjörlíki
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
6 þroskaðar perur, skornar í 4 bita hver
safi úr 1 sítrónu
½ tsk. kanill
1 msk. hlynsíróp
¼ tsk. salt
½ bolli sojamijólk
saxaður vorlaukur (til að skreyta með – má sleppa)
Aðferð:
Stillið á grillstillingu á ofninum. Bræðið smjörlíki yfir meðalhita í stórum potti. Bætið lauk og hvítlauk saman við og eldið í um 5 mínútur. Slökkvið á hitanum og bætið perum, sítrónusafa, kanil og hlynsírópi út í. Hrærið vel saman. Setjið pottinn í ofninn og grillið í 10 mínútur, eða þar til perurnar hafa brúnast. Takið pottinn úr ofninum og hellið blöndunni í blandara. Bætið mjólk saman við og blandið þar til súpan er silkimjúk og kekkjalaus. Hellið súpunni í skálar og látið hana standa við stofuhita í 20 mínútur áður en hún er borin fram.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
450 g spagettí
1 bolli ricotta ostur (eða kotasæla)
½ bolli ólífuolía
½ bolli rifinn parmesan ostur
börkur og safi úr 1 sítrónu
salt og pipar
chili flögur
ferskt basil, saxað
Aðferð:
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka og haldið eftir 1 bolla af pastavatni. Setjið pasta aftur í pottinn. Blandið ricotta, olíu, parmesan, sítrónusafa og sítrónuberki saman í skál og saltið og piprið. Bætið chili flögum út í og hrærið. Setjið ricotta blönduna og pastavatnið aftur í pottinn með pastanu og hrærið vel saman. Berið saman með basil, parmesan og smá olíu.
Uppskrift af Chef in Training
Hráefni:
Romaine-kál, saxað
Mandarínulauf
Eldaður kjúklingur, rifinn
Möndlur, saxaðar
Eldaðar núðlur
Sósa – Hráefni:
¼ bolli mæjónes
4 msk. hrísgrjónaedik
2 msk. sykur
2 msk. sesamolía
1 tsk. Dijon sinnep
Aðferð:
Setjið kálið í skál og toppið með mandarínum. Bætið kjúklingi og núðlum út í sem og möndlum. Hrærið öllum hráefnum í sósuna vel saman og blandið saman við salatið. Berið fram með bros á vör.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
2 msk. ólífuolía
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. ítalskt krydd
1 tilbúinn pítsubotn
1½ bolli rifinn ostur
¼ bolli rifinn parmesan ostur
¾ bolli súrar gúrkur
4 beikonsneiðar, eldaðar og saxaðar
1 msk. ferskt dill, saxað
½ tsk. chili flögur
Ranch sósa (til að bera fram með – má sleppa)
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á stóra ofnplötu. Blandið olíu, hvítlaukskryddi og ítölsku kryddi vel saman í skál. Setjið pítsubotninn á ofnplötuna og penslið hann með olíu. Setjið rifinn ost og parmesan ofan á olíuna og bakið í korter. Setjið súrar gúrkur og beikon ofan á ostinn og bakið í 5 mínútur til viðbótar. Toppið með dilli og chili flögum og berið fram.