fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Stórfurðulegir réttir sem þú annað hvort elskar eða hatar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 1. apríl 2019 12:30

Skemmtilegir réttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo skrýtið veðurfar á Íslandi þessa dagana að við á matarvefnum ákváðum að hafa eingöngu skrýtnar uppskriftir í vikumatseðlinum. Hér koma uppskriftir sem þú annað hvort elskar eða hatar, en ljóst er að þær vekja upp forvitni.

Mánudagur – Þorskur með kaffismjöri

Uppskrift af Cooking With Mamma C

Hráefni:

680 g ferskur þorskur
3 msk. smjör
1 msk. sítrónusafi
¼ tsk. + 1/8 tsk. hvítlaukskrydd
¼ tsk. + 1/8 tsk. svartur pipar
¼ tsk. + 1/8 tsk. instant kaffi
salt
brauð (til að bera fram með og dýfa í sósuna)

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið ofnplötu. Skolið þorskinn og þerrið með þurrku. Raðið fisknum á ofnplötu. Bræðið smjörið og bætið sítrónusafa, hvítlaukskryddi, svörtum pipar og kaffi saman við. Hrærið vel þar til allt er blandað saman. Hellið smjörinu yfir þorskinn og bakið hann í 15 mínútur. Saltið eftir smekk og berið strax fram með góðu brauði til að dýfa í sósuna.

Þorskur með kaffismjöri.

Þriðjudagur – Perusúpa

Uppskrift af This Healthy Kitchen

Hráefni:

3 msk. smjörlíki
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
6 þroskaðar perur, skornar í 4 bita hver
safi úr 1 sítrónu
½ tsk. kanill
1 msk. hlynsíróp
¼ tsk. salt
½ bolli sojamijólk
saxaður vorlaukur (til að skreyta með – má sleppa)

Aðferð:

Stillið á grillstillingu á ofninum. Bræðið smjörlíki yfir meðalhita í stórum potti. Bætið lauk og hvítlauk saman við og eldið í um 5 mínútur. Slökkvið á hitanum og bætið perum, sítrónusafa, kanil og hlynsírópi út í. Hrærið vel saman. Setjið pottinn í ofninn og grillið í 10 mínútur, eða þar til perurnar hafa brúnast. Takið pottinn úr ofninum og hellið blöndunni í blandara. Bætið mjólk saman við og blandið þar til súpan er silkimjúk og kekkjalaus. Hellið súpunni í skálar og látið hana standa við stofuhita í 20 mínútur áður en hún er borin fram.

Perusúpa.

Miðvikudagur – Sítrónupasta

Uppskrift af Delish

Hráefni:

450 g spagettí
1 bolli ricotta ostur (eða kotasæla)
½ bolli ólífuolía
½ bolli rifinn parmesan ostur
börkur og safi úr 1 sítrónu
salt og pipar
chili flögur
ferskt basil, saxað

Aðferð:

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka og haldið eftir 1 bolla af pastavatni. Setjið pasta aftur í pottinn. Blandið ricotta, olíu, parmesan, sítrónusafa og sítrónuberki saman í skál og saltið og piprið. Bætið chili flögum út í og hrærið. Setjið ricotta blönduna og pastavatnið aftur í pottinn með pastanu og hrærið vel saman. Berið saman með basil, parmesan og smá olíu.

Sítrónupasta.

Fimmtudagur – Austurlenskt salat

Uppskrift af Chef in Training

Hráefni:

Romaine-kál, saxað
Mandarínulauf
Eldaður kjúklingur, rifinn
Möndlur, saxaðar
Eldaðar núðlur

Sósa – Hráefni:

¼ bolli mæjónes
4 msk. hrísgrjónaedik
2 msk. sykur
2 msk. sesamolía
1 tsk. Dijon sinnep

Aðferð:

Setjið kálið í skál og toppið með mandarínum. Bætið kjúklingi og núðlum út í sem og möndlum. Hrærið öllum hráefnum í sósuna vel saman og blandið saman við salatið. Berið fram með bros á vör.

Austurlenskt salat.

Föstudagur – Pítsa með súrum gúrkum og beikoni

Uppskrift af Delish

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. ítalskt krydd
1 tilbúinn pítsubotn
1½ bolli rifinn ostur
¼ bolli rifinn parmesan ostur
¾ bolli súrar gúrkur
4 beikonsneiðar, eldaðar og saxaðar
1 msk. ferskt dill, saxað
½ tsk. chili flögur
Ranch sósa (til að bera fram með – má sleppa)

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á stóra ofnplötu. Blandið olíu, hvítlaukskryddi og ítölsku kryddi vel saman í skál. Setjið pítsubotninn á ofnplötuna og penslið hann með olíu. Setjið rifinn ost og parmesan ofan á olíuna og bakið í korter. Setjið súrar gúrkur og beikon ofan á ostinn og bakið í 5 mínútur til viðbótar. Toppið með dilli og chili flögum og berið fram.

Pítsa með súrum gúrkum og beikoni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka