fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Matur

Ketókroppar athugið: Fiskréttur sem slær öllu við

Ketóhornið
Föstudaginn 29. mars 2019 15:00

Fullkominn kvöldmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er ég með fiskrétt í ofni sem slær öllu við. Hann sameinar fimm af mínum uppáhaldshráefnum, sem eru fiskur, blómkál, rjómi, ostur og leynigesturinn er…Frank‘s Hot Sauce. Ég get drukkið þessa sósu, þó ég mæli samt ekki með því, en það besta er að hún inniheldur engin kolvetni.

Frank’s Hot Sauce.

Þessi réttur er byggður á gamalli uppskrift frá mömmu, fiskréttur sem var í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum en hún notaði HP-sósu sem er ekki beint ketó. Mig langaði svo að prufa að gera réttinn ketó og leitaði í skápunum mínum að einhverju sem gæti komið í staðinn fyrir HP. Ég var með „hot wings“ um helgina að beiðni sonar míns og Buffaló sósan hans Franks stóð enn á eldhúsborðinu og starði beint í augun á mér. Og þá gerðist eitthvað.

Heitur réttur.

„Heitur“ fiskur í ofni

Hráefni:

800 g ýsa eða þorskur
½ stór eða 1 lítill blómkálshaus
salt og pipar
250–300 ml rjómi
¼ bolli Buffaló sósa
1 bolli rifinn ostur
paprikukrydd/reykt paprika

Vel kryddað.

Aðferð:

Skera fiskinn í bita og raða í eldfast mót og krydda með salti/pipar. Snöggsjóða blómkálsblómin og raða yfir fiskinn. Hræra saman rjóma, Buffaló sósu og osti. Sulla því yfir fiskinn og blómkálið og krydda að lokum með paprikukryddi eða reyktri papriku. Baka við 200°C í 30 mínútur. Voila, heitur fiskur í ofni.

Nammi, namm.

Svo er ég með gjafaleik á Instagram þar sem ég ætla að gefa áhöld sem ég nota mikið í eldhúsinu – meira um hann hér:

 

View this post on Instagram

 

… nú ætla ég að henda í nýjan leik hér á instagram. Eins og kannski ekki hefur farið framhjá ykkur elska ég eldhúsið og þá er ekki verra að hafa fallegar og nytsamlegar græjur við hendina? … Ég hef fengið margar fyrirspurnir um hvar ég fæ mínar fínu græjur en þar sem ég fæ þær flestar í útlöndum hef ég ekki getað bent fólki á hvar nákvæmlega …þannig að nú ætla ég að gefa ykkur öllum tækifæri á að eignast sitt lítið af mínu uppáhalds? … það eina sem þið þurfið að gera er að læka myndina og segja mér í hvað þið mynduð nota þessar dýrindis græjur? … ekki væri verra ef þið deilduð færslunni meðal vina þar sem ég mun velja vinningshafa þegar 2000 fylgjendum er náð á síðunni… spennó much??????

A post shared by Halla Björg Björnsdóttir (@hallabb) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna