Það er að koma helgi og því um að gera að gera vel við sig í mat og drykk. Hér er dásamlegur bláberjaís sem er einstaklega einfaldur.
Hráefni:
4 bollar bláber
¼ bolli sykur
1 sítróna (safi og rifinn börkur)
3 bollar rjómi
1 dós „sweetened condensed milk“
Aðferð:
Setjið bláberin í blandara og blandið þar til þau eru maukuð. Setjið maukið í meðalstóra pönnu yfir meðalhita. Bætið sykri, sítrónusafa og sítrónberki samna við og náið upp suðu í blöndunni. Lækkið þá hitann og látið malla í um 15 mínútur. Setjið í skál og kælið í 1 til 2 klukkustundir. Stífþeytið rjómann og blandið „sweetened condensed milk“ saman við. Blandið síðan bláberjablöndunni vel saman við. Setjið í ílangt form og frystið í 5 klukkustundir. Berið fram með ferskum bláberjum.