Við rákumst á rétt sem heitir einfaldlega ketó krakkkjúklingur á vefsíðunni Delish. Það finnst okkur frekar hræðilegt nafn fyrir svo góðan rétt og ætlum við því að endurskíra hann og kalla hann einfaldlega ketó kjúlli sem engan svíkur.
Hráefni:
1/2 bolli kjúklingasoð
1 msk. þurrkuð steinselja
2 tsk. þurrkað dill
1 tsk. þurrkaður graslaukur
1/2 tsk. laukkrydd
1/4 tsk. hvítlaukskrydd
900 g kjúklingabringur
salt og pipar
450 g rjómaostur, skorinn í bita
2 1/4 bolli rifinn cheddar ostur
8 sneiðar eldað beikon, mulið
ferskur graslaukur, saxaður
Aðferð:
Hellið kjúklingasoði í hægeldunarpott (e. slow cooker / crock pot) og hrærið þurrkaðri steinselju, dilli, graslauk, laukkryddi og hvítlaukskryddi saman við. Setjið helminginn af kjúklingnum og saltið og piprið. Setjið restina af kjúklingnum ofan á og saltið og piprið. Hrærið aðeins í blöndunni og stillið á lágan hita í 6 klukkutíma eða háan hita í 2 klukkutíma. Notið gaffal til að rífa kjúklinginn niður í pottinum. Hrærið rjómaosti og 2 bollum af cheddar osti saman við þar til allt er bráðnað. Skreytið með restinni af cheddar ostinum, beikoni og graslauk áður en þið berið fram.