Við rákumst á þessa æðislegu ostabita á vefsíðunni Baking Beauty og urðum að deila þeim með landsmönnum fyrst það er landsleikur í kvöld.
Hráefni:
4 bollar rifinn ostur
2-3 jalapeno pipar, skornir í litla bita
½ bolli hveiti
1 egg
1 bolli mjólk
1½ bolli brauðraspur
1 tsk. cayenne pipar
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. hvítlaukskrydd
olía
Aðferð:
Blandið osti og jalapeno saman í skál. Búið til litlar kúlur úr blöndunni, raðið á smjörpappírsklæddan bakka og frystið í 30 til 60 mínútur. Hitið olíu í djúpum, litlum potti þar til hún er brennandi heit. Blandið brauðraspi og kryddum saman í skál. Þeytið egg með mjólk í annarri skál og setjið hveitið í þriðju skálina. Veltið ostakúlunum upp úr hveitinu, síðan upp úr eggjablöndunni og loks brauðraspinum. Steikið kúlurnar í 3 til 4 mínútur. Leggið til þerris á pappírsþurrku og berið svo fram.