fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Matseðill vikunnar: Huggunarmatur til að reka burt veturinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 25. mars 2019 13:00

Girnilegir réttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn ákvað að gera okkur lífið leitt síðustu daga og því ákváðum við á matarvefnum að hafa vikumatseðilinn stútfullan af huggunarmat að þessu sinni.

Mánudagur – Balsamik lax

Uppskrift af Sweet Beginnings Blog

Hráefni:

4 msk. balsamikedik
4 msk. hunang
2 msk. dijon sinnep
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
4 laxaflök

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C og klæðið ofnplötu með álpappír. Spreyið álpappírinn með bakstursspreyi og setjið til hliðar. Blandið öllum hráefnum nema lax vel saman í skál. Bætið laxinum út í marineringuna og veltið upp úr blöndunni. Setjið plastfilmu yfir skálina og kælið í 20 mínútur í ísskáp. Takið laxinn úr marineringunni og raðið á ofnplötuna. Eldið í um það bil 10 mínútur og berið fram með meðlæti að eigin vali.

Þriðjudagur – Blómkáls Buffalo vængir

Uppskrift af What Molly Made

Blómkál – Hráefni:

1 meðalstór blómkálshaus, skorinn í bita
1 bolli möndlumjöl
½ bolli Tapioca hveiti (eða 1 bolli glútenlaust hveiti)
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
1 tsk. paprikukrydd
2 tsk. hvítlaukskrydd
¾ bolli kókosmjólk

Buffalo sósa – Hráefni:

¾ bolli „hot sauce“
3 msk. hunang (eða hlynsíróp fyrir grænkera)

Ranch sósa- Hráefni:

½ bolli vegan mæjónes
¼ bolli kókosmjólk
1 tsk. hvítlaukskrydd
¼ tsk. paprikukrydd
1½ tsk. þurrkaður graslaukur
½ tsk. þurrkað dill
½ tsk. nýkreistur sítrónusafi
¼ tsk. sjávarsalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Blandið möndlumjöli, Tapioca hveiti, hvítlaukskryddi, paprikukryddi og salti saman í skál. Bætið mjólk saman við og þeytið þar til blandan er orðin að deigi. Dýfið blómkálsbitunum í deigið og raðið á ofnplötuna. Bakið í 20 mínútur, snúið þeim síðan við og bakið í aðrar 10 mínútur, eða þar til deigið er gyllt á lið. Undirbúið Buffalo sósuna á meðan að „vængirnir“ bakast. Blandið „hot sauce“ og hunangi saman í stórri skál. Blandið „vængjunum“ saman við Buffalo sósuna þannig að sósan hylji þá. Raðið aftur á ofnplötu og bakið í 10 mínútur. Á meðan þeir bakast í þetta sinn er Ranch sósan undirbúin. Blandið öllum hráefnum vel saman og berið strax fram með vængjunum.

Miðvikudagur – Spínatlasagna

Uppskrift af Delish

Hráefni:

1 pakki lasagna plötur
1 stór laukur, saxaður
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
salt og pipar
1 tsk. þurrkaður oreganó
2 pokar frosið spínat, afþýtt og vökvi kreistur úr
3 bollar ricotta ostur (eða kotasæla)
1 stórt egg
½ bolli parmesan ostur, rifinn
½ tsk. kanill
3 bollar rifinn ostur
2 bollar pastasósa
fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Sjóðið lasagna plöturnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið olíu á stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk og hvítlauk út í og kryddið með salti, pipar og oreganó. Blandið spínatinu saman við og hrærið vel. Blandið ricotta, eggi og parmesan vel saman í skál og kryddið með kanil, salti og pipar. Raðið lasagna plötum í stórt eldfast mót. Setjið þunnt lag af pastasósu ofan á, síðan smá af spínatblöndunni og loks smá af ricotta blöndunni. Stráið smá rifnum osti yfir. Endurtakið þar til allt er komið og endið á rifnum osti. Setjið álpappír yfir formið og bakið í 45 mínútur. Takið álpappír af og bakið í 15 mínútur til viðbótar. Látið kólna í 10 mínútur, skreytið með steinselju og berið fram.

Fimmtudagur – Litríkur ketó kjúlli

Uppskrift af Cast Iron Keto

Kjúklingur – Hráefni:

3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. broddkúmen
2 msk. avókadóolía
1 msk. paprikukrydd
½ tsk. pipar
½ tsk. oreganó
1½ tsk. salt
1 sítróna, börkur og safi
2 kg kjúklingalæri á beini

Salsa Criolla – Hráefni:

1 rauðlaukur, þunnt skorinn
2 tómatar, skornir í fernt
safi úr 2 súraldinum
1 tsk. salt

Græn sósa – Hráefni:

1 stórt búnt af kóríander, með stilkum
10 stór mintulauf
1 jalapeño
2 hvítlauksgeriar
3 msk. mæjónes
2 msk. súraldinsafi
2 msk. avókadóolía
salt eftir smekk

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Blandið broddkúmeni, avókadóolíu, paprikukryddi, salti, pipar, oreganó og sítrónuberki saman í lítilli skál. Penslið kjúklingalærin með sítrónusafa og nuddið þau síðan með kryddblöndunni. Raðið lærunum í stóra pönnu og setjið í ofninn í um það bil 60 mínútur. Á meðan er Salsa Criolla búin til með því að setja öll hráefnin í krukku og hrista vel. Krukkan er síðan sett inn í ísskáp þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Til að búa til grænu sósuna eru öll hráefni sett í blandara og blandað þar til sósan er silkimjúk.

Föstudagur – Lambakótilettur með hvítlauk og rósmarín

Uppskrift af Delish

Hráefni:

¼ bolli ferskt rósmarín, saxað
5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
salt og pipar
1 kg lambakótilettur, fitusnyrtar
1 msk. ólífuolía

Aðferð:

Blandið rósmaríni, hvítlauksgeirum, salti og pipar saman á stórum disk. Nuddið kótilettunum upp úr kryddblöndunni. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið kótiletturnar í um 4 mínútur á hverri hlið og berið fram með meðlæti að eigin vali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum