Við endurbirtum hér vinsælustu uppskriftina á matarvef DV frá upphafi. Tilvalin sunnudagsbakstur!
Margir eru á ketó-mataræðinu um þessar mundir, en kolvetni eru nánast á bannlista á mataræðinu. Því er þetta ketó-brauð algjör snilld fyrir þá sem sakna brauðsins góða.
Hráefni:
6 stór egg, aðskilin
1/2 tsk. cream of tartar
55 g smjör, brætt og kælt
1 1/2 bolli möndlumjöl
1 msk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og takið til brauðform. Stífþeytið eggjahvítur og blandið cream of tartar saman við þær. Blandið eggjarauðum, smjöri, mjöli, lyftidufti og salti saman í annarri skál. Blandið eggjahvítunum varlega saman við með sleif eða sleikju. Hellið deiginu í formið og bakið í 30 mínútur. Leyfið brauðinu að kólna í 30 mínútur áður en það er skorið.