Þessi bjórkássa slær alltaf í gegn á mínu heimili, enda er hún stútfull af bragði og dásamlegu kjöti og grænmeti. Það er einfalt að útbúa kássuna og eldhúsið fyllist af unaðslegum ilm.
Hráefni:
2 msk. ólífuolía
1,2 kg nautakjöt, skorið í bita
2 laukar, skornir smátt
225 g beikon, skorið í bita
5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
4 msk. hveiti
1 dós Guinness bjór
2 bollar kjúklingasoð
1 bolli nautasoð
4 msk. tómatpúrra
3 gulrætur, skornar í bita
2 sellerístilkar, skornir í bita
2 lárviðarlauf
3 timjangreinar
2 msk. maíssterkja + ¼ bolli nautasoð
salt og pipar
Aðferð:
Hitið olíuna í stórum potti yfir meðalhita. Saltið og piprið kjötið og brúnið í 1-2 mínútur á hverri hlið. Setjið til hliðar á disk. Lækkið hitann og steikið beikonið í um 5 mínútur. Setjið lauk út í og eldið í 5 mínútur til viðbótar. Bætið hvítlauk saman við og eldið í 3 mínútur. Bætið hveiti saman við. Bætið bjórnum varlega saman við þar til hveitið er uppleyst. Bætið kjúklingasoði, nautasoði, tómatpúrru, gulrótum, sellerí, lárviðarlaufum og timjan saman við. Setjið kjötið aftur í pottinn. Náið upp suðu og látið malla 2 tíma með lok á pottinum. Takið lokið af og látið malla í 30-45 mínútur til viðbótar.Takið lárviðarlauf og timjan úr pottinum. Bætið maíssterkjublöndunni saman við og látið malla í 10 mínútur í viðbót. Smakkið til og berið fram.