fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Þetta borða flugmenn í kvöldmat

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2019 13:00

Virkilega girnilegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matgæðingurinn María Gomez á paz.is töfrar fram hvern dýrindisréttinn á fætur öðrum, en í nýlegri færslu gefur hún uppskrift að kvöldmati flugmanna.

„Hér er um að ræða dásamlega uppskrift að asískum fiskrétt sem er bara aðeins of góður. Uppskriftina fékk ég hjá elskulegri vinkonu minni Rúnu sem er bæði gift flugmanni og á son sem er flugmaður,“ segir María og heldur áfram.

„Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá syni Rúnu og það skil ég mætavel, en hann er akkúrat það sem ég var að leitast eftir. Nýr og skemmtilega öðruvísi með alveg nýju bragði. Hann er í senn ferskur, bragðmilkill og alveg ofboðslega góður. Hér breytti ég engu nema einu pínulitlu smáatriði sem er að gefa ykkur val um hvort þið notið ferskt kóríander eða vorlauk í staðinn. Ég bara get alls ekki borðað ferskan kóríander en notaði vorlaukinn og það kom rosalega vel út.“

Lítur heldur betur vel út.

Fiskréttur flugmannsins

Fyrir 4-6

Hráefni:

800 g lax eða bleikja (ég nota bleikju finnst hún betri)
2 msk. matarolía
1 askja sveppir
4 hvítlauksgeirar
4 cm bútur fersk engiferrót
2 rauð chili-aldin
börkur af 1-2 límónum
1 búnt ferskur kóríander eða búnt af vorlauk, þá nota ég blöðin efst á honum þar sem er grænast
1 dl ristaðar kasjúhnetur
svartur pipar

Sósan – Hráefni:

1 dl Teriyaki Marinade sósu frá Blue Dragon
1 msk. fiskisósa frá Blue Dragon
1 msk. matarolía (ólífuolía frá Rapunzel er mjög góð)
safi úr 1-2 límónum (ég notaði eina og hálfa)

Nóg af hollustu í þessum rétti.

Aðferð:

Þar sem er svo gott að bera þetta fram með hrísgrjónum er best að byrja á að setja þau í pott og sjóða. Hitið svo ofninn á 180-190 C° blástur. Takið svo roðið af fiskinum og leggjið til hliðar meðan þið gerið sósuna góðu, með því að blanda öllum innihaldsefnum hennar saman og hræra með písk. Hellið nú 2 msk matarolíu út á eldfast mót og leggið flökin ofan á, hellið svo eins og 1/3 sósunnar yfir fiskinn og látið standa meðan þið skerið niður grænmetið.

Sveppir eru skornir í sneiðar, meðan restin af grænmetinu er gróft saxað m.a hvítlaukurinn. Skerið engiferrótina og chilipiparinn smátt og fræhreinsið piparinn nema ef þið viljið hafa þetta mjög sterkt. Blandið saman öllu grænmetinu í skál og raspið yfir börk úr 2 límónum.

Setjið þetta svo allt saman ofan á fiskinn og hellið restinni af sósunni yfir og kryddið vel með svörtum pipar. Setjið inn i heitan ofninn og bakið í 20-25 mínútur. Berið fram með grjónum og kasjúhnetum sem er sáldrað yfir réttinn.

Fallegt á borði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum