Heimagerðir borgarar eru alltaf betri – og af öllum er þessi langbestur. Grænmetisborgari með jarðarberjum er einstaklega sparilegur og svo gómsætur.
Uppskrift:
- Hamborgarabrauð (engin fræ)
- Rösti-kartafla
- 1/2 Camembert-ostur
- Rauðlaukur
- Klettasalat
- Jarðarber
- Sulta
- Sýrður rjómi
Aðferð:
- Skerðu jarðarber og rauðlauk í sneiðar. Skolaðu klettasalatið og settu til hliðar.
- Steiktu rösti-kartöflu í olíu og kryddaðu með salti og pipar. Snúðu kartöflunni við þegar hún er komin með fallegan gljáa.
- Settu Camembert-ostinn ofan á kartöfluna. Þegar hann verður mjúkur og byrjar að bráðna skaltu slökkva undir pönnunni.
- Ristaðu hamborgarabrauðið í stutta stund. Smyrðu það með sýrðum rjóma áður en þú setur kartöfluna ofan á.
- Að lokum er sett sulta, jarðarber, rauðlaukur og klettasalat á borgarann.
Verði þér að góðu!